Fótbolti

Tóku víkingaklappið og sungu „All I Do Is Win“ eftir sigurinn á PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk og stöllur hennar fagna sigrinum í gær.
Sara Björk og stöllur hennar fagna sigrinum í gær. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir vann sinn fyrsta titil í Frakklandi í gær er Lyon vann sigur á PSG í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik franska bikarsins.

Hafnfirðingurinn gekk eins og kunnugt er í raðir Lyon í sumar frá þýska stórliðinu Wolfsburg og var ekki lengi að vinna sinn fyrsta bikar hjá félaginu.

Sara Björk byrjaði á bekknum hjá Lyon en hún kom inn á er stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Ekkert mark var skorað í honum og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem frönsku meistararnir höfðu betur.

Það var mikið fjör eftir leikinn hjá leikmönnum og starfsfólki Lyon og þeim stuðningsmönnum sem máttu mæta á völlinn.

Óvíst er hvort að það hafi verið fyrir Söru en það var að minnsta kosti hent í eitt víkingaklapp eftir leikinn við mikla lukku leikmanna.

Einnig var mikið fjör í rútunni þar sem leikmenn sungu lagið All I Do Is Win með DJ Khaled.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.