Lífið

Bríet og Rubin nýtt par

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin sem Auður birti á Instagram. 
Myndin sem Auður birti á Instagram.  Mynd/ Instagram-síða Auðuns Lútherssonar.

Söngkonan Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. Þetta kemur fram á vefsíðu Fréttablaðsins.

Þar kemur fram að parið hafi sést saman víða um landið í sumar og meðal annars í Reynisfjöru. Vísir hefur einnig heimildir fyrir því að parið hafi sést saman í sundlauginni í Borganesi og þar fór ekki á milli mála að um par væri að ræða.

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, birtir mynd af sér með parinu og skrifar við myndina: „Ég og foreldrar mínir.“

Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins en Rubin Pollock hefur verið gítarleikari í vinsælu sveitinni Kaleo undanfarin ár. Kaleo hefur náð heimsfrægð síðustu ár en meðlimir bandsins eru í fríi á Íslandi sem stendur.

Parið hefur sést spóka sig saman víða í sumar og meðal annars í Reynis­fjöru. Þá eyddu þau góðu kvöldi með tón­listar­manninum Auði, sem birti skemmti­lega mynd af sér með nýja parinu.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.