Menning

Októ­ber­fest SHÍ blásin af

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Októberfest er hátíð haldin í Vatnsmýrinni af Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Októberfest er hátíð haldin í Vatnsmýrinni af Stúdentaráði Háskóla Íslands. VÍSIR/Andri Marinó

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer ekki fram í ár samkvæmt tilkynningu frá hátíðinni. Tekin hafi verið ákvörðun um að sýna samfélagslega ábyrgð í ár og fresta Októberfest um óákveðinn tíma.

„Hátíðin hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og var hátíðin í fyrra sú stærsta síðan við byrjuðum. Í ár ætluðum við að toppa okkur enn frekar og sprengja skalann, en vegna ástandsins í samfélaginu ætlum við að ýta á bremsurnar og eiga það inni,“ segir í tilkynningu frá Októberfest.

Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend

Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti SHÍ og samskiptafulltrúi Október 2018 og 2019, segir í samtali við fréttastofu að beðið hafi verið fram að síðustu stundu með að tilkynna um hátíðina vegna ástandsins. Það hafi svo komið í ljós um verslunarmannahelgina að ekki yrði skynsamlegt að halda hátíðina. „Ég ætlaði alltaf að sjá hvernig færi með verslunarmannahelgina og ákveða þetta eftir það, og versló fór nú ekki vel.“

Hún segir enn koma til greina að Októberfest veðri haldin síðar í haust eða í vetur með breyttu sniði. Tíminn verði þó að leiða það í ljós. „Það fer allt bara eftir samkomutakmörkunum og hvernig faraldurinn þróast. Þannig að við erum ekki búin að afskrifa hátíðina og ég vil klárlega halda í vonina en við sjáum til,“ segir Guðný.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.