Flest mörk og mesta spennan á Ítalíu Ísak Hallmundarson skrifar 3. ágúst 2020 21:00 Ciro Immobile skoraði 35 af þeim 1154 mörkum sem skoruð voru í ítölsku úrvalsdeildinni 2019-20. getty/Carlo Hermann Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar. Ítalski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar.
Ítalski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira