Tónleikum Á Móti Sól á Akranesi aflýst: „Höfum engan áhuga á að stofna fólki í hættu“ Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 21:05 Tónleikarnir áttu að fara fram næsta laugardagskvöld. Samsett/GamlaKaupfélagið/Vísir Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira