Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. Það eru nærri því tvöfalt fleiri ríki en tilkynntu metfjölda í síðustu viku. Smituðum fer fjölgandi víðsvegar um heim. Þetta kemur fram í talningu blaðamanna Reuters, sem byggir á opinberum gögnum ríkja.
Þrátt fyrir að ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi hafi notið hvað mestrar athygli hefur smituðum einnig fjölgað í fjölda annarra ríkja eins og Ástralíu, Japan, Bólivíu, Súdan, Eþíópíu, Búlgaríu, Belgíu og Ísrael.
Í Afríku eru staðfest tilfelli nú orðin fleiri en 800 þúsund. Þar höfðu sérfræðingar miklar áhyggjur og hafa enn, meðal annars vegna slæms ástands heilbrigðiskerfa víða um heimsálfuna. Langflest tilfelli hafa komið upp í Suður-Afríku en þeim fjölgar þó hratt víða, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“
Staðfest er að minnst 17.088 hafa dáið í Afríku en sérfræðingar óttast að nýja kórónuveiran gæti herjað lengi á heimsálfuna. Þá þykir nánast öruggt að bæði smit og dauðsföll víða um heim séu fleiri en hafa verið staðfest og þá sérstaklega í ríkjum þar sem heilbrigðiskerfi eru vanþróuð.
#COVID19 update for Africa, 25 July 2020 @ 9am Eastern Africa Time: 55 AfricanUnion Member States reporting data below...
— Africa CDC (@AfricaCDC) July 25, 2020
Cases...810,008
Deaths...17,088 &
Recoveries...462,374
More information at https://t.co/xVh2wZb6q4 #WearAMask #StayAtHome #AfricaResponds#FactsNotFear pic.twitter.com/9YOYm1b4mF
As long as #COVID19 is circulating, we are all at risk. That’s why we’re asking everyone to treat the decisions about where they go, what they do and who they meet with as life-and-death decisions – because they are. pic.twitter.com/ALeUcT1uv4
— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) July 25, 2020