Erlent

Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim

Samúel Karl Ólason skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Mexíkó.
Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Mexíkó. AP/Rebecca Blackwell

Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. Það eru nærri því tvöfalt fleiri ríki en tilkynntu metfjölda í síðustu viku. Smituðum fer fjölgandi víðsvegar um heim. Þetta kemur fram í talningu blaðamanna Reuters, sem byggir á opinberum gögnum ríkja.

Þrátt fyrir að ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi hafi notið hvað mestrar athygli hefur smituðum einnig fjölgað í fjölda annarra ríkja eins og Ástralíu, Japan, Bólivíu, Súdan, Eþíópíu, Búlgaríu, Belgíu og Ísrael.

Í Afríku eru staðfest tilfelli nú orðin fleiri en 800 þúsund. Þar höfðu sérfræðingar miklar áhyggjur og hafa enn, meðal annars vegna slæms ástands heilbrigðiskerfa víða um heimsálfuna. Langflest tilfelli hafa komið upp í Suður-Afríku en þeim fjölgar þó hratt víða, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“

Staðfest er að minnst 17.088 hafa dáið í Afríku en sérfræðingar óttast að nýja kórónuveiran gæti herjað lengi á heimsálfuna. Þá þykir nánast öruggt að bæði smit og dauðsföll víða um heim séu fleiri en hafa verið staðfest og þá sérstaklega í ríkjum þar sem heilbrigðiskerfi eru vanþróuð.


Tengdar fréttir

Grímuskylda tekin upp á Englandi

Viðskiptavinir verslana, banka og stórmarkaða þurfa nú að vera með grímu til að draga úr líkum á kórónuveirusmitum samkvæmt nýjum reglum sem hafa tekið gildi á Englandi. Allt að 17.000 króna sekt liggur við því ef fólk neitar að bera grímu.

Þrettán nunnur úr sama klaustri létust vegna Covid-19

Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á heimsbyggðina en óvíða jafn mikil og í klaustri einu í Livonia, skammt utan við bandarísku borgina Detroit. Þrettán nunnur úr klaustrinu létu lífið af völdum veirunnar.

Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong

Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar.

Yfir 600 þúsund látist í faraldrinum

Faraldur kórónuveirunnar fer enn hörðum höndum um heimsbyggðina þrátt fyrir að í sumum ríkjum hafi góður árangur náðst með sóttvörnum. Yfir 600.000 manns hafa nú látist í faraldrinum.

Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring

Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.