Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 15:33 Selenskíj (t.v.) og Merz kanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fjarfund þeirra og annarra evrópskra leiðtoga með Bandaríkjaforseta í dag. AP/John MacDougal Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. Leiðtogar Evrópuríkja og Selenskíj áttu fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans, í dag inni á milli funda í eigin ranni. Tilefnið var yfirvofandi fundur Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í Anchorage í Alaska um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu á föstudag. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að samræðurnar við Bandaríkjamennina hefðu verið uppbyggilegar. Trump deildi „að miklu leyti“ afstöðu evrópskra leiðtoga til Úkraínu. „Grundvallaröryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu verða að vera tryggðir í Alaska. Það eru skilaboðin sem við sem Evrópubúar færðum Trump forseta í dag,“ sagði Merz á blaðamannafundi með Selenskíj sér við hlið. Trump hefur sagt að Úkraínumenn gætu þurft að gefa upp á bátinn landsvæði til Rússa til þess að semja um vopnahlé. Macron Frakklandsforseti sagði að Trump hefði verið algerlega skýr á fundinum um að ekki yrði samið um úkraínsk landsvæði án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Ljóst væri að Trump vildi ná samkomulagi um vopnahlé á fundinum með Pútín. Trump stefndi jafnframt á að halda þríhliða fund á næstunni þangað sem Selenskíj yrði einnig boðið. Pútín að gabba Breska ríkisútvarpið hefur eftir Selenskíj að það færi eftir árangri samningaviðræðna undir hvaða kringumstæðum hann væri tilbúinn að eftirláta Pútín úkraínskt landsvæði. Hann væri afar jákvæður eftir fundinn. Trump hefði sagst styðja Úkraínu og ætlaði að vera í samband við Selenskíj eftir fundinn með Pútín á föstudag. Sagðist Selenskíj ennfremur hafa varað Trump við því að Pútín væri að blekkja um að refsiaðgerðir vestrænna ríkja hefðu engin áhrif á Rússa. Þvert á móti væru þær þungt högg fyrir stríðsvél Pútíns. Rússar sæktu nú fram á öllum vígstöðvum í aðdraganda leiðtogafundarins til þess að sýna fram á að þeir gætu hernumið alla Úkraínu. Að loknum fundinum með Trump ætluðu fulltrúar svokallaðra viljugra þjóða, þeirra sem eru tilbúnar að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef semst um vopnahlé, að funda í sínum ranni. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkja og Selenskíj áttu fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans, í dag inni á milli funda í eigin ranni. Tilefnið var yfirvofandi fundur Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í Anchorage í Alaska um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu á föstudag. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að samræðurnar við Bandaríkjamennina hefðu verið uppbyggilegar. Trump deildi „að miklu leyti“ afstöðu evrópskra leiðtoga til Úkraínu. „Grundvallaröryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu verða að vera tryggðir í Alaska. Það eru skilaboðin sem við sem Evrópubúar færðum Trump forseta í dag,“ sagði Merz á blaðamannafundi með Selenskíj sér við hlið. Trump hefur sagt að Úkraínumenn gætu þurft að gefa upp á bátinn landsvæði til Rússa til þess að semja um vopnahlé. Macron Frakklandsforseti sagði að Trump hefði verið algerlega skýr á fundinum um að ekki yrði samið um úkraínsk landsvæði án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Ljóst væri að Trump vildi ná samkomulagi um vopnahlé á fundinum með Pútín. Trump stefndi jafnframt á að halda þríhliða fund á næstunni þangað sem Selenskíj yrði einnig boðið. Pútín að gabba Breska ríkisútvarpið hefur eftir Selenskíj að það færi eftir árangri samningaviðræðna undir hvaða kringumstæðum hann væri tilbúinn að eftirláta Pútín úkraínskt landsvæði. Hann væri afar jákvæður eftir fundinn. Trump hefði sagst styðja Úkraínu og ætlaði að vera í samband við Selenskíj eftir fundinn með Pútín á föstudag. Sagðist Selenskíj ennfremur hafa varað Trump við því að Pútín væri að blekkja um að refsiaðgerðir vestrænna ríkja hefðu engin áhrif á Rússa. Þvert á móti væru þær þungt högg fyrir stríðsvél Pútíns. Rússar sæktu nú fram á öllum vígstöðvum í aðdraganda leiðtogafundarins til þess að sýna fram á að þeir gætu hernumið alla Úkraínu. Að loknum fundinum með Trump ætluðu fulltrúar svokallaðra viljugra þjóða, þeirra sem eru tilbúnar að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef semst um vopnahlé, að funda í sínum ranni.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira