Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 15:33 Selenskíj (t.v.) og Merz kanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fjarfund þeirra og annarra evrópskra leiðtoga með Bandaríkjaforseta í dag. AP/John MacDougal Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. Leiðtogar Evrópuríkja og Selenskíj áttu fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans, í dag inni á milli funda í eigin ranni. Tilefnið var yfirvofandi fundur Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í Anchorage í Alaska um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu á föstudag. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að samræðurnar við Bandaríkjamennina hefðu verið uppbyggilegar. Trump deildi „að miklu leyti“ afstöðu evrópskra leiðtoga til Úkraínu. „Grundvallaröryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu verða að vera tryggðir í Alaska. Það eru skilaboðin sem við sem Evrópubúar færðum Trump forseta í dag,“ sagði Merz á blaðamannafundi með Selenskíj sér við hlið. Trump hefur sagt að Úkraínumenn gætu þurft að gefa upp á bátinn landsvæði til Rússa til þess að semja um vopnahlé. Macron Frakklandsforseti sagði að Trump hefði verið algerlega skýr á fundinum um að ekki yrði samið um úkraínsk landsvæði án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Ljóst væri að Trump vildi ná samkomulagi um vopnahlé á fundinum með Pútín. Trump stefndi jafnframt á að halda þríhliða fund á næstunni þangað sem Selenskíj yrði einnig boðið. Pútín að gabba Breska ríkisútvarpið hefur eftir Selenskíj að það færi eftir árangri samningaviðræðna undir hvaða kringumstæðum hann væri tilbúinn að eftirláta Pútín úkraínskt landsvæði. Hann væri afar jákvæður eftir fundinn. Trump hefði sagst styðja Úkraínu og ætlaði að vera í samband við Selenskíj eftir fundinn með Pútín á föstudag. Sagðist Selenskíj ennfremur hafa varað Trump við því að Pútín væri að blekkja um að refsiaðgerðir vestrænna ríkja hefðu engin áhrif á Rússa. Þvert á móti væru þær þungt högg fyrir stríðsvél Pútíns. Rússar sæktu nú fram á öllum vígstöðvum í aðdraganda leiðtogafundarins til þess að sýna fram á að þeir gætu hernumið alla Úkraínu. Að loknum fundinum með Trump ætluðu fulltrúar svokallaðra viljugra þjóða, þeirra sem eru tilbúnar að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef semst um vopnahlé, að funda í sínum ranni. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkja og Selenskíj áttu fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans, í dag inni á milli funda í eigin ranni. Tilefnið var yfirvofandi fundur Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í Anchorage í Alaska um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu á föstudag. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að samræðurnar við Bandaríkjamennina hefðu verið uppbyggilegar. Trump deildi „að miklu leyti“ afstöðu evrópskra leiðtoga til Úkraínu. „Grundvallaröryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu verða að vera tryggðir í Alaska. Það eru skilaboðin sem við sem Evrópubúar færðum Trump forseta í dag,“ sagði Merz á blaðamannafundi með Selenskíj sér við hlið. Trump hefur sagt að Úkraínumenn gætu þurft að gefa upp á bátinn landsvæði til Rússa til þess að semja um vopnahlé. Macron Frakklandsforseti sagði að Trump hefði verið algerlega skýr á fundinum um að ekki yrði samið um úkraínsk landsvæði án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Ljóst væri að Trump vildi ná samkomulagi um vopnahlé á fundinum með Pútín. Trump stefndi jafnframt á að halda þríhliða fund á næstunni þangað sem Selenskíj yrði einnig boðið. Pútín að gabba Breska ríkisútvarpið hefur eftir Selenskíj að það færi eftir árangri samningaviðræðna undir hvaða kringumstæðum hann væri tilbúinn að eftirláta Pútín úkraínskt landsvæði. Hann væri afar jákvæður eftir fundinn. Trump hefði sagst styðja Úkraínu og ætlaði að vera í samband við Selenskíj eftir fundinn með Pútín á föstudag. Sagðist Selenskíj ennfremur hafa varað Trump við því að Pútín væri að blekkja um að refsiaðgerðir vestrænna ríkja hefðu engin áhrif á Rússa. Þvert á móti væru þær þungt högg fyrir stríðsvél Pútíns. Rússar sæktu nú fram á öllum vígstöðvum í aðdraganda leiðtogafundarins til þess að sýna fram á að þeir gætu hernumið alla Úkraínu. Að loknum fundinum með Trump ætluðu fulltrúar svokallaðra viljugra þjóða, þeirra sem eru tilbúnar að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef semst um vopnahlé, að funda í sínum ranni.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira