Innlent

Katrín með sprunginn lærlegg

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpar samkomugesti við minningarathöfnina á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls en eins og sjá má styður hún sig nú við hækju vegna sprungu í lærlegg. Hún kom í ljós í gær eftir segulómskoðun en forsætisráðherra hefur nú kennt sér meins um þriggja vikna skeið.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpar samkomugesti við minningarathöfnina á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls en eins og sjá má styður hún sig nú við hækju vegna sprungu í lærlegg. Hún kom í ljós í gær eftir segulómskoðun en forsætisráðherra hefur nú kennt sér meins um þriggja vikna skeið. Vísir/Berghildur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með sprunginn lærlegg eða fótbrotinn, eins og Fréttablaðið segir í frétt.

Vísir hefur sent beint frá minningarathöfn sem nú stendur yfir á Þingvöllum. Vakið hefur athygli að Katrín gengur við hækjur. Katrín segir, að sögn Fréttablaðisins, svo frá að hún hafi fundið fyrir verk í fæti frá því að hún fór út að hlaupa fyrir þremur vikum. Við segulómskoðun kom svo á daginn að hún var með sprungu í beini.

Þetta var í gær en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hún verið verkjuð í þrjár vikur. Ekki liggur fyrir hvernig brotið er til komið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.