Íslenski boltinn

Stjarnan þarf að bíða einn dag til viðbótar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Fjölnis í fyrstu umferð.
Úr leik Stjörnunnar og Fjölnis í fyrstu umferð. Vísir/HAG

Leik Vals og Stjörnunnar að Hlíðarenda í Pepsi Max deildinni í fótbolta hefur verið frestað. Því þarf Stjarnan að bíða lengur en til stóð með að spila eftir að upp kom kórónuveirusmit í herbúðum liðsins.

Stjarnan hóf sumarið af krafti og vann fyrstu tvo leiki sína. Liðið lagði Fylki 2-1 og Fjölni 4-1 áður en liðið þurfti að fara í sóttkví eftir að upp kom kórónuveirusmit hjá leikmanni liðsins. Liðið, sem lék síðast leik þann 21. júní, þarf nú að bíða degi lengur en til stóð þar sem leikurinn gegn Val hefur verið færður.

Upphaflega stóð til að spila leikinn á sunnudag, 12. júlí, en hann hefur nú verið færður til mánudgs. Fær Stjarnan þar með auka dag til að undirbúa sig en leikmenn liðsins losna úr sóttkví á föstudaginn næstkomandi, 10. júlí.

Fagna þeir eflaust að geta undirbúið sig betur en að sama skapi vilja leikmenn liðsins eflaust ólmir komast út á völl.

Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan leikmenn þess voru í sóttkví.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×