Erlent

„Ölvaðir fylgja ekki fjarlægðarreglum“

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Soho hverfi Lundúna í gær eftir að barir opnuðu að nýju.
Frá Soho hverfi Lundúna í gær eftir að barir opnuðu að nýju. Getty/Peter Summers

„Ölvaðir einstaklingar geta ekki haldið fjarlægðarreglum,“ segir formaður stéttarfélags bresku lögreglunnar eftir að knæpur landsins voru opnaðar að nýju eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins.

Barir og aðrir vínveitingastaðir Bretlands opnuðu dyr sínar fyrir langþyrstum viðskiptavinum sínum í gær og eru ekki allir á eitt sáttir með þá ákvörðun yfirvalda.

Formaðurinn, John Apter, segir það vera á „kristal tæru“ að tveggja-metra-reglan, sem í raun og veru er eins-metra-regla í Bretlandi, sé ekki í hávegum höfð úti á galeiðunni.

Guardian hefur eftir Apter sem stóð vaktina í hafnarborginni Southampton að hann hafi sinn „nöktum mönnum, drykkjuröftum, hressum drykkjumönnum, slagsmálahundum og fleiri ölvuðum einstaklingum.“

Apter sagði vaktina hafa verið viðburðaríka og hann þekki til þess að ráðist hafi verið á lögregluþjóna í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.