Íslenski boltinn

Hjörvar botnaði ekkert í skiptingu Ólafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Ólafs töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Víkingum í gær.
Strákarnir hans Ólafs töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Víkingum í gær. vísir/daníel

Hjörvar Hafliðason skildi hvorki upp né niður í skiptingu sem Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, gerði í fyrri hálfleik gegn Víkingi í gær. FH-ingar töpuðu leiknum, 4-1.

Þegar miðvörðurinn Pétur Viðarsson fékk höfuðhögg eftir rúman hálftíma setti Ólafur Atla Guðnason inn á og færði Þóri Jóhann Helgason í stöðu miðvarðar. Þá var staðan 1-0, Víkingi í vil.

„Af hverju setti Óli ekki bara hafsent inn á. Af hverju var hann að reyna að vera sniðugur og setja Atla inn á og riðla öllu liðinu,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max-tilþrifunum í gær.

Hann sagði að Þórir væri ekki miðvörður og það sést vel, t.d. í öðru marki Víkings sem Davíð Örn Atlason skoraði.

„Það er í eðli varnarmanna að vilja verjast og lesa leikinn og ég held að Þórir sé enginn framtíðar miðvörður,“ sagði Hjörvar.

„Þessi skipting var algjört bull. Hann var með miðvörð á bekknum [Loga Hrafn Róbertsson] sem hann notaði í leiknum gegn Þrótti R. í bikarnum. Fyrst hann tók hann með í hópinn varð hann að nota hann.“

Guðmann Þórisson var ekki í leikmannahópi FH í gær vegna höfuðmeiðsla en að sögn Hjörvars ætti hann að vera klár fyrir næsta leik liðsins sem er gegn Breiðabliki 8. júlí.

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Hjörvar um skiptingu Ólafs

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.