Lífið

Pierce Brosnan áritaði Golden Eye tölvuleik Björns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brosnan og Björn urðu fínir félagar. 
Brosnan og Björn urðu fínir félagar. 

Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd í kvöld á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.

Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Pierce Brosnan fer einnig með hlutverk.

Leikarinn Björn Stefánsson fer með hlutverk í kvikmyndinni en í vikunni birti Pierce Brosnan mynd á Instagram þar sem sjá má Björn, Brosnan og Ferrell saman á myndinni og í góðum gír.

 Björn birti í morgun tvær myndir af sér með leikaranum og á þriðju myndinni má síðan sjá áritað eintak af Nintendoleiknum Golden Eye sem Björn hefur átt í mörg ár.

„Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vinna með þessum merka manni. Í þrjá daga slökuðum við á saman á milli taka, grínuðumst og drukkum allt of mikið kaffi. Og hann áritaði eintak mitt af Golden Eye,“ skrifar Björn á Instagram en Brosnan fór einmitt með hlutverk James Bond í Golden Eye sem kom út árið 1995.

 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.