Sport

Katrín Tanja eftir eig­enda­skiptin hjá Cross­Fit: „Vonandi breytingin sem við vildum og þurftum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja er einn fremsti crossfit-íþróttamaður okkar Íslendinga.
Katrín Tanja er einn fremsti crossfit-íþróttamaður okkar Íslendinga. Skjáskot

Katrín Tanja Davíðsdóttir, íslenska CrossFit drottningin, vonast eftir því að breytingarnar sem áttu sér stað á eignarhaldi CrossFit samtakanna í gær séu breytingarnar sem íþróttin þurfti.

Það var tilkynnt í gær að Eric Roza, virkur innan CrossFit hreyfingarinnar og frumkvöðull, hafi keypt samtökin. Hann hefur við Gregg Glassman sem hefur staðið í miklum átökum eftir ummæli sín um dauða Bandaríkjamannsins, George Floyd.

„Vongóð,“ skrifaði Katrín Tanja er hún endurbirti mynd af Roza Eric, nýa eigandanum en Katrín Tanja lét fylgja hjarta „emoji“ með myndinni. Stuttu síðar birti hún svo aðra færslu með textan frá Eric Roza og skrifaði við færsluna:

„Vonandi er þetta breytingin sem við vildum og þurftum. Spennt fyrir möguleikunum í framtíðinni í íþróttinni okkar,“ skrifaði Katrín Tanja en „íþróttin okkar“ var skrifað í hástöfum.

Katrín Tanja hafði ákveðið að taka ekki þátt í heimsleikunum í ár en hver veit nema hún skipti um skoðun eftir eigendaskiptin. Heimsleikarnir fara í fyrsta lagi fram í ágúst, vegna kórónuveirunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.