Sport

Nýr eigandi og framkvæmdastjóri hjá CrossFit

Ísak Hallmundarson skrifar
Eric Roza er nýr eigandi CrossFit.
Eric Roza er nýr eigandi CrossFit. mynd/colorado university

Eric Roza, virkur CrossFittari og frumkvöðull, hefur keypt CrossFit samtökin. Hann verður framkvæmdastjóri Crossfit frá og með næsta mánuði.

Eric hefur stundað CrossFit í tíu ár og hefur stofnað og rekið CrossFit stöð í Boulder í Colorado fylki. 

,,Síðan ég uppgötvaði CrossFit fyrir um 10 árum hefur það breytt lífi mínu. Það er mér mikill heiður að geta leitt CrossFit inn í nýja tíma sem framkvæmdastjóri og eigandi.

Á síðustu vikum hefur ríkt sundrung innan samfélagsins okkar. Skoðun mín er einföld: Rasismi og kynhyggja eru viðurstyggileg og mun ekki líðast í CrossFit. Við tökum opnum örmum við öllum og ég mun vinna hart að því að byggja brýr milli okkar og þeir sem við höfum brugðist,“ segir Eric Roza.

Það hefur gustað um CrossFit-heiminn undanfarnar vikur eftir hvernig samtökin tóku á dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Gregg Glassman, eigandi CrossFit, sagði af sér eftir fjaðrafokið en það hefur ekki lægt öldurnar. Nú er spurning hvort eigendaskiptin muni breyta afstöðu þeirra sem hafa sagt skilið við samtökin.


Tengdar fréttir

Glassmann hættur sem stjóri CrossFit en ræður samt öllu ennþá

Greg Glassman tilkynnti í nótt að hann væri hættur sem framkvæmdastjóri CrossFit en allt hefur verið á öðrum endanum í CrossFit heiminum eftir hegðun hans í kringum hryllileg örlög George Floyd og réttindabaráttu svartra í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×