Veður

Gæti orðið vart við eldingar eða hagl á Vestur- og Norður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Talsverð rigning á Suðausturlandi í kvöld og nótt, en annarsstaðar dregur úr úrkomu.
Talsverð rigning á Suðausturlandi í kvöld og nótt, en annarsstaðar dregur úr úrkomu. Veðurstofan

Útlit er fyrir að loftið yfir landinu eftir hádegi verði óstöðugt þar sem myndast geta háreist skúraský. Mögulega verður vart við eldingar eða hagl á stöku stað á Vestur- og Norðurlandi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Áfram verði svo óstöðugt loft á morgun með dembum víðar um land og mögulega hagl og eldingar á stöku stað.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag megi búast við fremur hægri suðlægri átt og stöku skúrum, en dálítil rigningu norðaustantil fram eftir morgni.

„Eftir hádegi gengur í suðaustan 8-13 m/s, þykknar upp og fer að rigna um sunnanvert landið. Heldur hægari vindur vestan- og norðanlands og skúrir, sumar þeirra hellidembur og má jafnvel búast við hagléli og eldingum á stöku stað. Hiti víða 10 til 16 stig að deginum.

Talsverð rigning á Suðausturlandi í kvöld og nótt, en annarsstaðar dregur úr úrkomu.“

Veðurhorfur næstu daga

Á miðvikudag: Breytileg átt 3-8 m/s, en suðaustan 8-13 á austanverðu landinu. Talsverð rigning suðaustanlands, en skúrir í öðrum landshlutum, sums staðar hellidembur. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig.

Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir, en bjartviðri austantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. 

Á föstudag: Austlæg átt, víða 5-10 m/s. Dálítil rigning um landið norðaustanvert, en stöku súrir í öðrum lands hlutum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á laugardag og sunnudag: Allhvöss eða hvöss austan- og norðaustanátt. Rigning og hiti 8 til 13 stig, en úrkomulítið um landið suðvestanvert og hiti að 18 stigum.

Á mánudag: Norðaustan átt og rigning með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.