Innlent

Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði

Eiður Þór Árnason skrifar
Íslendingum er nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför.
Íslendingum er nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför. Vísir/Vilhelm
Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu.

Fyrir voru Kína, Íran, Suður Kórea, Ítalía og skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem áhættusvæði með mikla smitáhættu.

Ástæða hækkunar á áhættumati er mikil fjölgun sýktra og alvarlega veikra í þessum löndum. Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast því nú til hááhættusvæða.

Íslendingar sem koma frá Spáni og Frakklandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með deginum í dag 14. mars 2020. Farþegar sem koma frá Þýskalandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með 12. mars 2020.

Vegna fjölda veirutilfella í flugvél sem kom hingað til lands frá München þann 12. mars hefur verið tekin ákvörðun um að setja alla farþega vélarinnar í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra.

Samkvæmt tilmælum frá almannavörnum er Íslendingum nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför.

Fólki sem er statt erlendis er ráðlagt að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum netfangið hjalp@utn.is, í síma 545-0-112 eða á Facebook-síðu ráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög

Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.