Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Börn að leik í snjónum sem lagðist yfir á suðvesturhorninu í lok október. Vísir/Anton Brink Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“ Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“
Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira