Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2025 06:33 Ingibjörg er menntaður kennari með sérstaka áherslu á sérkennslu en ákvað svo á fimmtugsaldri að verða djákni og svo prestur. Aðsend Ingibjörg Jóhannsdóttir starfar sem djákni á Austfjörðum en hefur verið vígð sem prestur í Noregi. Hún gagnrýnir að hún geti ekki starfað sem prestur á Íslandi. Norskur prestur, sem hefði farið sömu leið og hún í menntun, fengi að vinna sem prestur á Íslandi. Ingibjörg og eiginmaður hennar, sem einnig er prestur, telja að þörf sé á að endurskoða hæfniskröfur til presta á Íslandi. Arnaldur Bárðarson, prestur og eiginmaður Ingibjargar, vakti máls á þessari stöðu í Facebook-færslu í tengslum við frétt sem fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni um sérfræðimenntaðan lækni sem hefur ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Læknirinn sagðist engin svör fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga sagði vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum. Arnaldur bendir á í færslu sinni að þetta sé ekki einsdæmi meðal lækna. Það sé verulegur prestaskortur á Íslandi en á sama tíma hafni kirkjan því að prestar, eins og konan hans, fái að starfa sem slíkir á Íslandi. Hún fái aðeins að starfa sem djákni á lægri launum og með lakari kjör. Ingibjörg er lærður kennari með áherslu á sérkennslu en ákvað á fimmtugsaldri að fara í djáknanám. Þegar hún flutti svo til Noregs með manni sínum ákvað hún að bæta við sig námi í guðfræðideildinni í Tromsö til að geta starfað sem prestur í Noregi. „Ég gæti í rauninni sótt um hjá öllum lútersku kirkjunum í Evrópu og væri fullgild þar, en ekki hjá íslensku kirkjunni,“ segir hún. Ingibjörg í jólaskapi við störf. Aðsend Hún segir muninn á náminu á Íslandi og í Noregi til dæmis að á Íslandi er kennd herbreska og grísk en hún hafi fengið að fara í námið í Noregi af því hún var orðin 45 ára og með meistaragráðu í sérkennslu í uppeldisfræði sem var orðin tíu ára gömul. „Þess vegna ég farið í þetta nám. Ég þurfti að sitja fyrir framan átta háa herra við langborð og rökræða af hverju þeir ættu að hleypa mér inn í þetta nám, sem ég gerði.“ segir hún um norsku kirkjunefndina sem tók ákvörðun um að hleypa henni inn í guðfræðinámið í Noregi. Ingibjörg við störf. Aðsend Krefjandi nám í Noregi Hún segir þetta þannig alls ekki hafa verið einfalt. Í Noregi hafi hún haft töluvert fyrir námi og flogið reglulega í staðarlotur sem hafi tekið mikið á. „En það sem er svo komískt við þetta er að Íslendingar líta svo á að þetta hafi allt verið húmbúkk. En þeir gleyma því að ég er með kennararéttindi og með sérkennslunni er ég með betri bakgrunn til að til dæmis sjá um fermingarfræðslu og allt barnastarf heldur en nokkurn tíma þeir sem koma frá guðfræðideildinni,“ segir hún. Frá vígslu Ingibjargar í Noregi. Aðsend Hún segir suma presta hreinlega hafa fordóma fyrir prestum sem fara þessa leið og hafi lent í því að það hafi verið hlegið í opið geðið á henni að hún skyldi kalla sig prest. Þeim presti hafi þótt það fráleit hugmynd að kona sem lauk kennaranámi, djáknanámi og svo guðfræðinámi í Noregi gæti kallað sig prest. „Þeir hafa litið svo á að ég sé annars flokks prestur,“ segir hún og að þetta hafi hún aldrei upplifað í Noregi, þar sem hún svo sannarlega starfaði sem sóknarprestur. Aldrei annars flokks í Noregi „Ég var fullgildur prestur, bara algjörlega jafnfætis, og bara ekkert mál.“ Ingibjörg segir þetta erfitt því hún til dæmis vinni sem djákni á Austfjörðum og þar sé verulegur prestaskortur. Ungir prestar hafi ekki áhuga á því að vinna þar en svo sé prestum í hennar stöðu og með hennar bakgrunn hafnað. Það sé ákveðin skekkja í því. Eins og kom fram að ofan vakti Arnaldur Bárðarson, eiginmaður Ingibjargar, og prestur í Heydölum í Breiðdal í Austfjarðarprestakalli, athygli á stöðu Ingibjargar með færslu á Facebook í kjölfar fréttar á Vísi um íslenskan lækni sem lærði í Bandaríkjunum en hefur ekki fengið starfsleyfi. Ingibjörg við störf fyrir austan með Arnaldi. Aðsend Arnaldur sagði í færslu sinni, sem hann birti fyrr í vikunni, að þessi staða væri ekkert einsdæmi. Þetta verklag viðgengist einnig í öðrum starfsstéttum eins og hjá prestum. „Hér nær íslenskur útúrboruháttur og forheimskun torfkofamenningar nýjum lægðum. Hámenntaðir sérfræðilæknar frá Ameríku fá ekki viðurkenningu á litla Íslandi. Skortur á læknum er mikill og heilbrigðiskerfið í vanda. Enn samt dettur einhverjum í hug að setja upp hindranir. „Íslands ógæfu verður allt að vopni“,“ sagði Arnaldur í færslu sinni og að þetta væri ekki einsdæmi. Arnaldur er starfandi prestur. Aðsend Hann segir að þó svo að menn vilji trúa því að á Íslandi sé allt best þá þurfi það ekki endilega að vera þannig. „En enginn getur verið prestur á Íslandi nema guðfræðideildin, sem kallar sig líka trúarbragðafræðideild, leggi blessun yfir námsmat. Ekkert nám í heiminum er sambærilegt námi við þá deild. Nú er prestaskortur en meginástæðan er afdalamennska guðfræðiprófessora við HÍ. Kennsluhættir eru fornir. Sitja þarf í stofu 5 í háskólanum og nema fræðin í „heyranda hljóði“, það er ekkert fjarnám eða lotunám fyrir presta. Bara gamli „torfkofinn“,“ segir Arnaldur í færslunni. Gekk beint inn í prestastarfið í Noregi Arnaldur starfaði sjálfur sem prestur í Noregi og segist ekki hafa þurft að bæta neinu við sig í námi til að gera það. „Ég var einn af þessum fyrstu sem fóru til Noregs og ég bara gekk inn í allt. Ég þurfti ekki að taka norskan kirkjurétt eða kirkjusögu eða bara nokkurn hlut.“ Hann telur að vígslan sjálf eigi að vera aðalatriði í þessu. „Sá sem er vígður til þjónustunnar, hann er orðinn gjaldgengur sem prestur.“ Hann telur að staðan innan kirkjunnar og í guðfræðideildinni sé orðin þannig að það sé þörf á að endurskoða þetta verklag. Það sé verulegur prestaskortur á landsbyggðinni og aðsókn í prestadeildina lítil. Auglýst og enginn sækir um „Það var auglýst mörgum sinnum í Neskaupstað. Það var auglýst embætti í Mývatnssveit. Enginn umsækjandi. Það er búið að auglýsa á Þórshöfn, Raufarhöfn, þar er prestlaust. Vopnafjörður var auglýstur mörgum sinnum áður en það tókst að manna það. Við erum í vandræðum með að fá fólk til þessarar þjónustu,“ segir hann og telur að deildin og kirkjan hafi ekki efni á því við þessar aðstæður að vera svo þröngsýn. „Það hefur orðið ofboðsleg eðlisbreyting og samtökin eiga að geta ákveðið það sjálf hvaða menntun prestar eigi að hafa. Alveg eins og íþróttahreyfingin getur ákveðið hvaða menntun þjálfarar eigi að hafa. Manneskja sem hefur mikla menntun sem kennari eða hjúkrunarfræðingur, þetta er fólk sem hefur mikla reynslu af mannlegum samskiptum og þegar þau svo bæta við sig í guðfræði eru þau flott í kirkjuþjónustu.“ Þjóðkirkjan Noregur Trúmál Háskólar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Arnaldur Bárðarson, prestur og eiginmaður Ingibjargar, vakti máls á þessari stöðu í Facebook-færslu í tengslum við frétt sem fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni um sérfræðimenntaðan lækni sem hefur ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Læknirinn sagðist engin svör fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga sagði vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum. Arnaldur bendir á í færslu sinni að þetta sé ekki einsdæmi meðal lækna. Það sé verulegur prestaskortur á Íslandi en á sama tíma hafni kirkjan því að prestar, eins og konan hans, fái að starfa sem slíkir á Íslandi. Hún fái aðeins að starfa sem djákni á lægri launum og með lakari kjör. Ingibjörg er lærður kennari með áherslu á sérkennslu en ákvað á fimmtugsaldri að fara í djáknanám. Þegar hún flutti svo til Noregs með manni sínum ákvað hún að bæta við sig námi í guðfræðideildinni í Tromsö til að geta starfað sem prestur í Noregi. „Ég gæti í rauninni sótt um hjá öllum lútersku kirkjunum í Evrópu og væri fullgild þar, en ekki hjá íslensku kirkjunni,“ segir hún. Ingibjörg í jólaskapi við störf. Aðsend Hún segir muninn á náminu á Íslandi og í Noregi til dæmis að á Íslandi er kennd herbreska og grísk en hún hafi fengið að fara í námið í Noregi af því hún var orðin 45 ára og með meistaragráðu í sérkennslu í uppeldisfræði sem var orðin tíu ára gömul. „Þess vegna ég farið í þetta nám. Ég þurfti að sitja fyrir framan átta háa herra við langborð og rökræða af hverju þeir ættu að hleypa mér inn í þetta nám, sem ég gerði.“ segir hún um norsku kirkjunefndina sem tók ákvörðun um að hleypa henni inn í guðfræðinámið í Noregi. Ingibjörg við störf. Aðsend Krefjandi nám í Noregi Hún segir þetta þannig alls ekki hafa verið einfalt. Í Noregi hafi hún haft töluvert fyrir námi og flogið reglulega í staðarlotur sem hafi tekið mikið á. „En það sem er svo komískt við þetta er að Íslendingar líta svo á að þetta hafi allt verið húmbúkk. En þeir gleyma því að ég er með kennararéttindi og með sérkennslunni er ég með betri bakgrunn til að til dæmis sjá um fermingarfræðslu og allt barnastarf heldur en nokkurn tíma þeir sem koma frá guðfræðideildinni,“ segir hún. Frá vígslu Ingibjargar í Noregi. Aðsend Hún segir suma presta hreinlega hafa fordóma fyrir prestum sem fara þessa leið og hafi lent í því að það hafi verið hlegið í opið geðið á henni að hún skyldi kalla sig prest. Þeim presti hafi þótt það fráleit hugmynd að kona sem lauk kennaranámi, djáknanámi og svo guðfræðinámi í Noregi gæti kallað sig prest. „Þeir hafa litið svo á að ég sé annars flokks prestur,“ segir hún og að þetta hafi hún aldrei upplifað í Noregi, þar sem hún svo sannarlega starfaði sem sóknarprestur. Aldrei annars flokks í Noregi „Ég var fullgildur prestur, bara algjörlega jafnfætis, og bara ekkert mál.“ Ingibjörg segir þetta erfitt því hún til dæmis vinni sem djákni á Austfjörðum og þar sé verulegur prestaskortur. Ungir prestar hafi ekki áhuga á því að vinna þar en svo sé prestum í hennar stöðu og með hennar bakgrunn hafnað. Það sé ákveðin skekkja í því. Eins og kom fram að ofan vakti Arnaldur Bárðarson, eiginmaður Ingibjargar, og prestur í Heydölum í Breiðdal í Austfjarðarprestakalli, athygli á stöðu Ingibjargar með færslu á Facebook í kjölfar fréttar á Vísi um íslenskan lækni sem lærði í Bandaríkjunum en hefur ekki fengið starfsleyfi. Ingibjörg við störf fyrir austan með Arnaldi. Aðsend Arnaldur sagði í færslu sinni, sem hann birti fyrr í vikunni, að þessi staða væri ekkert einsdæmi. Þetta verklag viðgengist einnig í öðrum starfsstéttum eins og hjá prestum. „Hér nær íslenskur útúrboruháttur og forheimskun torfkofamenningar nýjum lægðum. Hámenntaðir sérfræðilæknar frá Ameríku fá ekki viðurkenningu á litla Íslandi. Skortur á læknum er mikill og heilbrigðiskerfið í vanda. Enn samt dettur einhverjum í hug að setja upp hindranir. „Íslands ógæfu verður allt að vopni“,“ sagði Arnaldur í færslu sinni og að þetta væri ekki einsdæmi. Arnaldur er starfandi prestur. Aðsend Hann segir að þó svo að menn vilji trúa því að á Íslandi sé allt best þá þurfi það ekki endilega að vera þannig. „En enginn getur verið prestur á Íslandi nema guðfræðideildin, sem kallar sig líka trúarbragðafræðideild, leggi blessun yfir námsmat. Ekkert nám í heiminum er sambærilegt námi við þá deild. Nú er prestaskortur en meginástæðan er afdalamennska guðfræðiprófessora við HÍ. Kennsluhættir eru fornir. Sitja þarf í stofu 5 í háskólanum og nema fræðin í „heyranda hljóði“, það er ekkert fjarnám eða lotunám fyrir presta. Bara gamli „torfkofinn“,“ segir Arnaldur í færslunni. Gekk beint inn í prestastarfið í Noregi Arnaldur starfaði sjálfur sem prestur í Noregi og segist ekki hafa þurft að bæta neinu við sig í námi til að gera það. „Ég var einn af þessum fyrstu sem fóru til Noregs og ég bara gekk inn í allt. Ég þurfti ekki að taka norskan kirkjurétt eða kirkjusögu eða bara nokkurn hlut.“ Hann telur að vígslan sjálf eigi að vera aðalatriði í þessu. „Sá sem er vígður til þjónustunnar, hann er orðinn gjaldgengur sem prestur.“ Hann telur að staðan innan kirkjunnar og í guðfræðideildinni sé orðin þannig að það sé þörf á að endurskoða þetta verklag. Það sé verulegur prestaskortur á landsbyggðinni og aðsókn í prestadeildina lítil. Auglýst og enginn sækir um „Það var auglýst mörgum sinnum í Neskaupstað. Það var auglýst embætti í Mývatnssveit. Enginn umsækjandi. Það er búið að auglýsa á Þórshöfn, Raufarhöfn, þar er prestlaust. Vopnafjörður var auglýstur mörgum sinnum áður en það tókst að manna það. Við erum í vandræðum með að fá fólk til þessarar þjónustu,“ segir hann og telur að deildin og kirkjan hafi ekki efni á því við þessar aðstæður að vera svo þröngsýn. „Það hefur orðið ofboðsleg eðlisbreyting og samtökin eiga að geta ákveðið það sjálf hvaða menntun prestar eigi að hafa. Alveg eins og íþróttahreyfingin getur ákveðið hvaða menntun þjálfarar eigi að hafa. Manneskja sem hefur mikla menntun sem kennari eða hjúkrunarfræðingur, þetta er fólk sem hefur mikla reynslu af mannlegum samskiptum og þegar þau svo bæta við sig í guðfræði eru þau flott í kirkjuþjónustu.“
Þjóðkirkjan Noregur Trúmál Háskólar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira