Menning

Menningar­nótt verður að tíu daga há­tíð

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Menningarnótt á síðasta ári.
Frá Menningarnótt á síðasta ári. Reykjavíkurborg

Menningarnótt í Reyjavík mun dreifast yfir tíu daga í ár og fara fram dagana 13. til 23. ágúst. Ákveðið var að hafa hátíðina með breyttu sniði í ár til að stefna ekki of miklum mannfjölda saman í samræmi við tilmæli almannavarna vegna Covid-19 ástandsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en nú er auglýst eftir frumlegum hugmyndum til að fylla inn í nýstárlegt viðburðalandslag Menningarnætur 2020.

„Veittir verða styrkir á bilinu 100.000-500.000 krónur. Listafólk, íbúar, rekstraraðilar, félagasamtök og allir áhugasamir geta sótt um styrki. Allt er þetta gert til að lífga upp á miðborgina í nafni menningarnætur, þessari þátttökuhátíð sem borgarbúar skapa og upplifa saman,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.