Lífið samstarf

„Ertu til í að taka fyrir mig tíu!“

Icelandair
Steinunn vill fá staðfestingu á að Bibba sé í góðu formi.
Steinunn vill fá staðfestingu á að Bibba sé í góðu formi.

Bibba reynir að semja við Steinunni Björnsdóttur handknattleikskonu um að ganga til liðs við sig í myndakeppninni #icelandisopen. Bibba á í harðri keppni við Gumma Ben um að smala fólki í leikinn fyrir Icelandair. Steinunn vill að sjálfsögðu fá að sjá staðfestingu á að #Teambibba sé í góðu formi.

Allir geta tekið þátt í leiknum en hann gengur út á að taka myndir af Íslandi og sýna heiminum hvernig Ísland kemur undan vetri. Merkja þarf myndirnar #icelandisopen og þar með eru þær komnar í pottinn en 15 ferðavinningar, innanlands og utan, eru í pottinum. Búið er að draga fyrstu vinningshafa úr keppninni og verða næstu tveir dregnir út í dag.

Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.