Sport

Tvíburaturnarnir snúa heim og ólympíufari þjálfar úrvalsdeildarlið Hamars í blaki

Sindri Sverrisson skrifar
Radek Rybak, Hafsteinn og Kristján glaðbeittir við merki Hamars.
Radek Rybak, Hafsteinn og Kristján glaðbeittir við merki Hamars. mynd/Hamar

Hamar í Hveragerði mun tefla fram úrvalsdeildarliði í blaki á næstu leiktíð og ljóst er að blásið verður til sóknar.

Tvíburabræðurnir hávöxnu Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir eru komnir heim í Hveragerði en þeir eiga að baki 77 landsleiki hvor fyrir A-landslið Íslands, og fjölda ára í atvinnumennsku. Kristján lék síðast með Tromsö í Noregi en Hafsteinn með Calais í Frakklandi. Þeir hófu meistaraflokksferilinn sinn hér á landi með KA þegar þeir stunduðu nám við Menntaskólann á Akureyri.

Hamar hefur einnig samið við þjálfara og þar er á ferð afar reynslumikill Pólverji, Radek Rybak. Í fréttatilkynningu frá Hamri segir að hann eigi að baki 17 ára feril í efstu deild í heimalandinu auk fjölda landsleikja. Hann hafi til að mynda tekið þátt á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Rybak mun einnig sinna annarri þjálfun hjá Hamri næsta vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.