Þorvaldur segir að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórmálastétt Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2020 15:49 Þeir sem vilja kynna sér hagfræðilegan ágreining Bjarna Benediktssonar og Þorvaldar Bjarnasonar gerðu margt vitlausara en lesa nýja grein Þorvaldar í Tímariti máls og menningar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar. Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar.
Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent