Sport

Meistaramóti Íslands í frjálsum seinkað um mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennasveitin í 4 × 100 metra boðhlaupi á Evrópubikarnum síðasta sumar en hana skipuðu Agnes Kristjánsdóttir, Andrea Torfadóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir.
Íslenska kvennasveitin í 4 × 100 metra boðhlaupi á Evrópubikarnum síðasta sumar en hana skipuðu Agnes Kristjánsdóttir, Andrea Torfadóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir. Mynd/FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur fundið nýja dagsetningu fyrir Meistaramót Íslands utanhúss en það mun nú fara fram í lok júlí.

Meistaramót Íslands utanhúss fer fram helgina 25.til 26. júlí á Kópavogsvelli en átti upphaflega að fara fram 27. til 28. júní.

Mótið átti þá að vera síðasta mótið hér á landi til að vinna sér inn stig eða ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Ólympíuleikunum var frestað vegna COVID-19 og íþróttamenn hafa ekki getað æft af fullum krafti. Því ákvað FRÍ að færa mótið fram í lok júlí.

Þar sem öllum erlendu mótum sumarsins var aflýst eða frestað þá má segja að þetta sé stærsta mót margra íslenskra frjálsíþróttamanna á árinu.

Frjálsíþróttasambandið segir í frétt á heimasíðu sinni að allt okkar fremsta frjálsíþróttafólk muni taka þátt og að FRÍ og mótshaldarar séu að vinna að því að gera mótið að glæsilegum viðburði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.