Sport

Meistaramóti Íslands í frjálsum seinkað um mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennasveitin í 4 × 100 metra boðhlaupi á Evrópubikarnum síðasta sumar en hana skipuðu Agnes Kristjánsdóttir, Andrea Torfadóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir.
Íslenska kvennasveitin í 4 × 100 metra boðhlaupi á Evrópubikarnum síðasta sumar en hana skipuðu Agnes Kristjánsdóttir, Andrea Torfadóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir. Mynd/FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur fundið nýja dagsetningu fyrir Meistaramót Íslands utanhúss en það mun nú fara fram í lok júlí.

Meistaramót Íslands utanhúss fer fram helgina 25.til 26. júlí á Kópavogsvelli en átti upphaflega að fara fram 27. til 28. júní.

Mótið átti þá að vera síðasta mótið hér á landi til að vinna sér inn stig eða ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Ólympíuleikunum var frestað vegna COVID-19 og íþróttamenn hafa ekki getað æft af fullum krafti. Því ákvað FRÍ að færa mótið fram í lok júlí.

Þar sem öllum erlendu mótum sumarsins var aflýst eða frestað þá má segja að þetta sé stærsta mót margra íslenskra frjálsíþróttamanna á árinu.

Frjálsíþróttasambandið segir í frétt á heimasíðu sinni að allt okkar fremsta frjálsíþróttafólk muni taka þátt og að FRÍ og mótshaldarar séu að vinna að því að gera mótið að glæsilegum viðburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×