Sport

Dagskráin í dag: Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar í CS:GO í beinni ásamt bestu knattspyrnuleikjum síðari ára

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
vodafone deild

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport í dag verður sýnt frá bestu leikjum í sögu ensku bikarkeppninnar ásamt því að sýna frá völdum leikjum úr Meistaradeild Evrópu. Þá er Seinni bylgjan endursýnd sem og Ofurskálin frá því þegar Los Angeles Rams mættu New England Patriots.

Þá er viðtal sem Guðmundur Benediktsson tók við Margréti Láru Viðarsdóttur í haust einnig á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 verða sýndir eftirminnilegustu leikir Evrópudeildarinnarásamt þáttum um spænsku og ítölsku úrvalsdeildina.

Stöð 2 Sport

Fleiri af bestu leikjum í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi verða á Stöð 2 Sport 3.

Stöð 2 eSport

Bein útsending frá undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar í CS:GO hefst klukkan 18:00 og stendur til 23:00. 

Stöð 2 Golf

Á Stöð 2 Golf verða þættir um LPGA mótaröðina frá þessu ári og ýmsir frægir kylfingar fara yfir það hvernig þeir unnu PGA mótaröðina.

Útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×