Sport

Federer sló Ronaldo og Messi við og er sá tekjuhæsti - Tvær konur á topp 100

Sindri Sverrisson skrifar
Roger Federer á nóg af peningum.
Roger Federer á nóg af peningum. VÍSIR/GETTY

Svissneski tennisspilarinn Roger Federer þénaði mest allra íþróttamanna á síðustu 12 mánuðum samkvæmt yfirliti sem Forbes birti í dag.

Kórónuveirufaraldurinn leiddi til launalækkunar hjá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem varð til þess að Federer komst á toppinn, að sögn Kurt Badenhausen ritstjóra Forbes.

Federer, sem fagnað hefur sigri í einliðaleik á 20 risamótum á ferlinum, þénaði 106,3 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári eða um 14,4 milljarða króna. Þar af koma 100 milljónir dala í gegnum auglýsingasamninga en Federer er til að mynda með samninga við Credit Suisse, Mercedez Benz, Wilson og Uniqlo.

Ronaldo er sagður hafa þénað 105 milljónir Bandaríkjadala, aðeins örlitlu minna en Federer sem er fyrstur tennisspilara til að ná toppsæti Forbes-listans á þeim 30 árum sem listinn hefur verið gefinn út. Messi þénaði 104 milljónir dala og Neymar 95,5 milljónir dala.

Körfuboltamaðurinn LeBron James er fimmti maður á listanum með 88,2 milljónir dala.

Hin japanska Naomi Osaka þénaði mest allra íþróttakvenna og er í 29. sæti Forbes-listans, með 37,4 milljónir dala. Þær Serena Williams, sem báðar eru tennisstjörnur, eru einu konurnar á 100 manna listanum en Williams þénaði 36 milljónir dala.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.