Lífið

Simmi les upp andstyggileg ummæli um sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simmi hefur heldur betur fengið að heyra það í gegnum árin.
Simmi hefur heldur betur fengið að heyra það í gegnum árin.

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Barion, Hlöllabáta og Minigarðsins, mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og las upp andstyggilegar athugasemdir um sjálfan sig.

Í síðustu viku gerði Manuela Ósk Harðardóttir slíkt hið sama og má sjá það innslag hér.

Sigmar las upp eftirfarandi athugasemdir:

„Ef Sigmar hamborgarasjoppueigandi og lélegri helmingurinn í frekar sorglegu og lélegu dúói þekkir ekki muninn á sjálfum sér og kjörnum fulltrúum er lítið við því að gera. Við hin viljum siðbót og þá á auðvitað að reyna þagga niður í okkur. Þú getur troðið þessari meðvirkni þinni upp í feðraveldið á þér.“

„Getur þessi rauðhaus ekki hætt að blaðra út um allt internet. Orðin frekar sorgleg athyglissýki.“

„Allir sennilega á skítalaunum hjá þessum núverandi auðróna og fyrrverandi grínista og set ég grínista í stórar gæsalappir. Það hefur verið upplýsandi að lesa skrif hans undanfarið eða hitt þó heldur. Þar slær peningahjartað fast og ákveðið og sannarlega enginn vinur hins vinnandi manns.“

„Er þetta nýjasti útrásarvíkingur landsins? Stofnar hverja kennitöluna og hendir henni í þrot eftir hentisemi. Svona menn eru hættulegir samfélaginu.“

„Hættu að tjá þig um endalaust af hlutum sem þú hefur ekki hundsvit á, Sigmar Rauðhjálmsson.“

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.