Sport

Sportið í dag: Gunnar Nelson, Pétur, Guðlaugur Victor og Thelma Dís

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Nelson verður gestur þeirra Henrys Birgis og Kjartans Atla í Sportinu í dag.
Gunnar Nelson verður gestur þeirra Henrys Birgis og Kjartans Atla í Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Þáttur dagsins af Sportinu í dag verður afar fjölbreyttur. Að venju hefst hann klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Bardagakappinn Gunnar Nelson sest í stólinn hjá strákunum og fer yfir sín mál en langt er síðan Gunnar barðist síðast. 

Strákarnir heyra einnig knattspyrnukappanum Pétri Viðarssyni sem hætti við að hætta í gær og mun spila með FH í sumar. 

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið að gera það gott með Darmstadt í Þýskalandi og verður í Skype-viðtali. 

Körfuknattleikskonan Thelma Dís Ágústsdóttir verður einnig í þættinum og svo verður aðeins hitað upp fyrir beina fótboltaútsendingu dagsins frá leik KR og Stjörnunnar. Pálmi Rafn Pálmason KR-ingur tjáir sig um leikinn. Þetta og meira til í Sportinu í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×