Lífið

Bræðslan blásin af

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Smekkfullt var á tjaldstæðinu sumarið 2014 þegar veðrið lék við gesti.
Smekkfullt var á tjaldstæðinu sumarið 2014 þegar veðrið lék við gesti. Vísir/Kolbeinn Tumi

Aðstandendur Bræðslunnar hafa ákveðið að aflýsa hátíðinni þetta sumarið. Hún hefur farið fram árlega frá 2005 síðustu helgina í júlí. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að þrátt fyrir að neyðarstigi Almannavarna sé aflétt í dag og samkomutakmarkanir á undanhaldi telji aðstandendur Bræðslunnar það samfélagslega skyldu sína að aflýsa Bræðslunni 2020.

„Með því viljum við afstýra allir mögulegri smithættu sem gæti falist í því að stefna saman fjölda fólks í okkar fögru heimabyggð á Borgarfirði eystra. Við munum mæta aftur sumarið 2021 með bestu Bræðslu allra tíma!“

Þrátt fyrir þetta hvetja aðstandendur fólk til að heimsækja Borgarfjörð eystra í sumar.

„Staðurinn bíður upp á frábæra hluti fyrir ferðafólk eins og skipulagðar gönguleiðir um Víknaslóðir og Dyrfjöll sem Álfheimar standa fyrir, fjölda smærri tónleika hjá Já Sæll í Fjarðarborg, veitingar hjá Álfakaffi og Blábjörgum, spa, bestu aðstöðu landsins til að skoða Lunda og svo mætti lengi telja. Fjölbreyttir gistimöguleikar eru á staðnum, frábær hótel og tjaldstæði,“ segir í tilkynningunni og vísað er á heimasíðu Borgarfjarðar eystri fyrir nánari upplýsingar.

„Að lokum til ykkar Bræðsluvinir, hjartans þakkir fyrir að vera með okkur í 15 ár, við erum alls ekki hætt og við snúum aftur sumarið 2021.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.