Sport

Einn um­deildasti tenni­s­kappinn stundar kyn­líf með að­dá­endum í hverri viku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nick Kyrgios er umdeildur innan tennis heimsins.
Nick Kyrgios er umdeildur innan tennis heimsins. vísir/getty

Nick Kyrgios, tenniskappi, er virkilega áhugaverður kappi en hann er ekki hræddur við að koma með dyranna eins og hann er klæddur.

Kyrgios er nú í 40. sæti heimslistans en hann fór hæst upp í 13. sætið í október 2016. Í áhugaverðu viðtali á dögunum viðurkenndi Kyrgios að hann stundaði kynlíf með aðdáendum í hverri viku.

„Já, án alls gríns, ef ég á ekki kærustu þá gerist þetta einu sinni í viku,“ sagði Kyrgios um kynlíf með aðdáendum þegar hann ræddi lífið í tennisheiminum við Twitch-notandann babztv1.

Hann rifjar svo upp gamalt atvik þegar hann var að spila við Roger Federer, einn besta tenniskappa heims, að hann hafi verið truflaður af ljóshærðri stelpu á áhorfendapöllunum.

„Mig langaði bara að bjóða henni út í drykk,“ sagði Kyrgios og sagði að það væri helst stelpur frá Austur-Evrópu sem heilluðu hann. Hann hætti á dögunum með Önnu Kalinskaya sem einnig spilar tennis.

„Hvað gerðist með Kalinskaya? Ekkert. Við fórum bara í sitt hvora áttina. Því miður virkaði þetta ekki en við eigum nokkrar frábærar minningar saman,“ bætti Kyrgios við.

Hans fyrrverandi var þó ekki á sama máli og tjáði sig um það á samfélagsmiðlum.

„Þú ert ekki vondur strákur (e. bad boy), þú ert einfaldlega slæm manneskja.“

Kyrgios hefur ekki bara ollið vandræðum á internetinu því einnig hefur hann marg oft fengið sektir fyrir hegðun sína inni á tennisvellinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.