Sport

Sportið í dag: Svali, söfnun ÍR-inga, Elvar Már og Daníel Freyr

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00.
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Sportið í dag verður á sínum stað klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport í dag.

Svali Björgvinsson verður gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Henrys Birgis Gunnarssonar. Svali er körfuboltaáhugafólki að góðu kunnur en hann hefur lýst leikjum á Stöð 2 Sport um langt árabil. Hann er einnig formaður körfuknattleiksdeildar Vals.

Handknattleiksdeild ÍR lauk söfnun sinni á dögunum og þar bar helst til tíðinda að einstaklingur keypti sig inn í liðið í einn leik. Sá kaus þó að nýta það ekki sjálfur heldur gaf það til eins þekktasta stuðningsmanns félagsins og Sportið í dag kom honum á óvart.

Körfuknattleikskappinn Elvar Már Friðriksson verður einnig í viðtali sem og handknattleiksmarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson. Þetta og meira til í Sportinu í dag.

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×