Sport

Tom Brady gagnrýndur fyrir að reyna að græða á kórónufaraldrinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tom Brady hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu.
Tom Brady hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. vísir/getty

Tom Brady, einn vinsælasti leikmaður bandarísks fótbolta, NFL, frá upphafi hefur verið harðlega gagnrýndur á undanförnum dögum fyrir að því virðist reyna að græða á kórónufaraldrinum.

Brady, sem gerði garðinn frægan sem leikstjórnandi New Englands Patriots, er enn að spila og mun spila með Tampa Bay Buccaneers á næstu leiktíð þó hann sé orðinn 42 ára gamall. Í vikunni kynnti hann nýtt vítamín sem á að bæta ónæmiskerfið.

Vítamínið kallast „Protect“ og samkvæmt frétt um málið inniheldur það nær öll sömu vítamín og má finna í hefðbundnum C-vítamínum sem kosta allt að þrefalt minna í Bandaríkjunum. Þá er vítamínið gefið út í samráði við VitalFit sem er fyrirtæki sem Brady keypti í janúar á þessu ári.

Nafn vítamínsins, söluræða Brady og tímasetningin hafa verið gagnrýnd þar sem það virðist sem Brady sé að reyna græða á kórónufaraldrinum sem hefur leikið Bandaríkjamenn grátt.

Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem Brady er tengdur umdeildum vörum en Chris Towers, ristjóri fréttamiðilsins CBS, benti á að leikstjórnandinn margreyndi hafi á sínum tíma auglýst íþróttadrkk sem átti að minnka líkurnar á að íþróttamenn myndu fá heilahristing.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.