Sport

Tom Brady hefur spilað síðasta leikinn fyrir New England Patriots

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady hefur spilað sinn síðasta leik fyrir New England Patriots.
Tom Brady hefur spilað sinn síðasta leik fyrir New England Patriots. vísir/getty

Tom Brady tilkynnti það með tveimur færslum á Instagram í dag að hann sé á förum frá New England Patriots, liðinu sem hann hefur spilað með allan sinn NFL-feril.

Tom Brady hefur ýjað að þessu eftir að NFL-tímabilinu lauk en það voru samt fáir sem sáu hann samt taka þetta risa skref á þessari stundu á hans ferli.

Tom Brady verður 43 ára gamall í ágúst og hann hefur spilað allan sinn feril með New England Patriots eða frá árinu 2000.

Tom Brady kvaddi alla hjá New England Patriots með tveimur færslum á Instagram í dag og þakkaði fyrir tímann hjá félaginu.

Tom Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots en sá síðasti vannst í ársbyrjun 2019. Enginn NFL-leikmaður hefur unnið titilinn oftar.

Brady hefur verið orðaður við mörg félög í NFL-deildinni enda vilja margir fá þennan frábæra leikmann til síns. Mestar líkur í dag eru á því að hann semji við lið Tampa Bay Buccaneers sem frá Flórída skaganum.

Hér fyrir neðan má sjá færslurnar þar sem Tom Brady kveður New England Patriots.

View this post on Instagram

FOREVER A PATRIOT

A post shared by Tom Brady (@tombrady) on

View this post on Instagram

LOVE YOU PATS NATION

A post shared by Tom Brady (@tombrady) on


Tengdar fréttir

Hvert gæti Brady farið?

Framtíð Tom Brady er mikið í umræðunni vestanhafs enda er hann að gæla við að yfirgefa New England Patriots. Þá stendur eftir spurningin hvaða lið hentar honum í dag?

Brady sagður íhuga alvarlega að yfirgefa Patriots

Leikstjórnandinn sigursæli, Tom Brady, hefur ekki enn ákveðið hvað hann gerir næsta vetur en nú berast tíðindi af því að hann gæti söðlað um eftir að hafa leikið fyrir New England Patriots allan sinn feril.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×