Henry Birgir um Tom Brady: Þetta verður versta ákvörðun ferilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 10:45 Tom Brady skiptir yfir í rauðan búning á næstu leiktíð. vísir/getty Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady NFL Sportið í dag Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady
NFL Sportið í dag Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira