Sport

Tom Brady staðfestir að hann ætlar að spila með Tampa Bay

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady með dóttur sinni Vivian Lake Brady eftir sjötta titil hans með New England Patriots.
Tom Brady með dóttur sinni Vivian Lake Brady eftir sjötta titil hans með New England Patriots. Getty/Kevin C. Cox

Tom Brady staðfesti á Instagram síðu sinni í dag að hann ætli að ganga til liðs við Tampa Bay Buccaneers og spila með liðinu á næsta tímabili í NFL-deildinni.

Tom Brady hafði áður tilkynnt á sama stað að hann væri á förum frá New England Patriots eftir tuttugu ár og þá hafði lekið út að hann hefði valið Tampa Bay Buccaneers úr hópi margra félaga sem sóttust eftir þjónustu hans.

„Spenntur, auðmjúkur og hungraður,“ voru orðin sem komu upp í huga Tom Brady þegar hann skrifaði um komandi tímabil sitt með Tampa Bay Buccaneers. Hann gerði tveggja ára samning og mun því spila þar til að hann er farinn að nálgast 45 ára afmælið sitt.

„Ég er að hefja nýtt ferðalag í fótboltanum og ég Buccaneers þakklátur fyrir að gefa mér þetta tækifæri og kost á því að gera það sem ég elska,“ skrifaði Tom Brady.

Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í haust en enginn leikmaður í sögu NFL-deildinnar hefur orðið oftast NFL-meistari. Hann er talinn af flestum vera besti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn á ferlinum í byrjun febrúar 2019 og hann vann þá alla titla með liði New England Patriots.

Tom Brady veit líka að hann þarf nú að sanna sig upp á nýtt með liði Tampa Bay Buccaneers.

„Ef það er eitt sem ég hef lært af fótboltanum er að það er öllum sama um það sem þú gerðir í fyrra eða árið á undan. Þú þarft að vinna þér inn traust og virðingu á hverjum einasta degi,“ skrifaði Tom Brady en allur pistill hans er hér fyrir neðan.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×