Sport

Fyrsta handboltafólkið í sóttkví

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá leik í Olís-deildinni. Þessir pallar gætu orðið tómir á næstu vikum.
Frá leik í Olís-deildinni. Þessir pallar gætu orðið tómir á næstu vikum. vísir/vilhelm

Þeim fjölgar Íslendingunum sem eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar og nú hafa fyrstu leikmenn Olís-deildanna þurft að fara í sóttkví.

Um er að ræða þrjá leikmenn. Einn úr karlaliði FH og tveir úr kvennaliði Vals. Þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá félögunum.

Allir leikmennirnir eru einkennalausir og bera engin merki um að vera smituð af kórónuveirunni. 

Öll félög deildarinnar segjast taka fyrirmæli yfirvalda alvarlega og leggja mikið upp úr handþvotti og spritti fyrir og eftir æfingar.  Það væri líka mikið áfall ef fresta þyrfti leikjum ef heilt lið þyrfti að fara í sóttkví og það gæti sett Íslandsmótin í uppnám.

Eins og Vísir greindi frá í dag er staða leikmanna í sóttkví sú sama og hjá meiddum leikmönnum. Leikir þessara félaga fara því fram þó svo þau séu í sóttkví.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×