Sport

Tókst að klobba einn besta hlauparann í NFL-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saquon Barkley var svolítið vandræðalegur eftir að Lisu Zimouche tókst að klóbba hann. Lisa setti myndbandið líka inn á Instagram síðuna sína.
Saquon Barkley var svolítið vandræðalegur eftir að Lisu Zimouche tókst að klóbba hann. Lisa setti myndbandið líka inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram

Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann.

Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá.

Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann.

Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni.

Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan.

Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins.

Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði.

Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.