Tónlist

ClubDub menn myndu deyja fyrir stelpurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
rgsrg

Raftónlistartvíeykið ClubDub gaf út myndband við lagið Ég Myndi Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar. 

Lagið er unnið í samstarfi við pródúserana ra:tio, Arnar Inga Ingason og Magnús Jóhann Ragnarsson. Myndbandinu er leikstýrt af Tómasi Sturlusyni.

ClubDub stimpluðu sig inn í íslensku tónlistarsenuna með fersku nýbylgjurafpoppi sumarið 2018 með plötunni Juice Menu Vol. 1.

Sumarið 2019 gáfu þeir síðan út smáskífuna Tónlist sem inniheldur smelli á borð við Aquaman og Fokka Upp Klúbbnum.

Nú eru þeir komnir aftur ferskir inn í sumarið 2020 með nýtt lag og myndband. Lagið er komið út á Spotify í tveimur hlutum.

Klippa: ClubDub - Aquaman - Hlustendaverðlaunin 2020


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.