Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 08:30 Sigurgeir Guðlaugsson formaður Stjörnunnar en honum bíður verkefni að sameina Stjörnuna á ný. vísir/s2s Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira
Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira