Tónlist

Samkoma: Tónleikar með Snorra Helgasyni

Tinni Sveinsson skrifar
Snorri Helgason heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum klukkan ellefu.
Snorri Helgason heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum klukkan ellefu.

Klukkan ellefu heldur söngvaskáldið Snorri Helgason tónleika hér á Vísi.

Tónleikaröðin nefnist Samkoma og eru tónleikarnir allir í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan ellefu á morgnana. Það þýðir að tónlistarmennirnir flytja tónlist sína á afslappaðan máta yfir kaffibollanum.

Hægt er að horfa á beinu útsendinguna hér fyrir neðan en einnig á Facebook-síðu Vísis og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir á kerfum Vodafone og Símans.

Klippa: Samkoma - Snorri Helgason

Vísir hefur fengið leikstjórann Ágúst Bent til liðs við sig til að halda utan um tónleikana og er framleiðslan í höndum Skjáskots.

Ellen Kristjáns, Teitur Magnússon, Sturla Atlas, Krummi Björgvinsson og Bríet hafa öll flutt afar vel heppnaða tónleika í tónleikaröðinni Samkoma hér á Vísi. Hægt er að horfa á tónleika þeirra í greinunum sem eru tengdar hér fyrir neðan.

Í tónleikaröðinni Samkoma mæta þekktir íslenskir tónlistarmenn og flytja tónlist sína á afslappaðan máta yfir morgunbollanum. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kjarvalsstofu.


Tengdar fréttir

Tónleikar með Sturla Atlas

Sturla Atlas heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×