Sport

Dagskráin í dag: Domino´s Körfuboltakvöld, Driplið og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Driplið er á dagskrá Stöðvar 2 Sport kl. 09.00 og 13:00 í dag.
Driplið er á dagskrá Stöðvar 2 Sport kl. 09.00 og 13:00 í dag. Vísir/KKÍ

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Stöð 2 Sport

Sportið í dag og Sportið í kvöld verður endursýnt í dag. Þá sýnum við Driplið fyrir 4. bekk. Þar má sjá tækniæfingar handa þeim sem æfa körfubolta. Það ásamt allskyns NBA tengdu efni verður sýnt í dag. 

Þá er Domino´s Körfuboltakvöld að sjálfsögðu á sínum stað. 

Stöð 2 Sport 2

NBA, NBA og meira NBA verður á dagskránni íd ag. Allt frá Bill Russel og Gary Payton til pörupiltanna í Detroit Pistons.

Stöð 2 Sport 3

Það verður nóg af körfubolta en við sýnum úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna frá 2015-2018 í dag.

Stöð 2 eSport

Lenovo-deildin, Vodafone deildin og landsleik í eFótbolta verða á boðstólnum fyrir unnendur rafíþrótta.

Stöð 2 Golf

Allt um Augusta Masters má sjá á Golfstöðinni í dag. Að ógléymdri mynd um Tiger Woods og sigra hans árið 1999 sem og opinberu Players Championship myndina frá mótinu 2011.

Allar útsendingar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.