Friðrik Dór Jónsson var reglulega senuþjófur í þættinum Teignum á Stöð 2 Sport þar sem fjallað var um íslenska fótboltann.
„Gullmoli dagsins“ er skemmtilegur liður í þættinum Sportið í dag þar sem rifjuð eru upp atriði úr sögu íþróttastöðva Stöðvar 2. Í þetta sinn átti Frikki Dór sviðið en hann átti jafnan síðasta orðið í Teignum og var léttur í bragði.
Á meðal atriða sem slógu í gegn hjá þáttastjórnandanum Gumma Ben og gestum hans var eftirherma af Birni Jörundi, sem fékk óvænt símtal, og óborganlegur flutningur á Í síðasta skipti, laginu sem litlu munaði að skilaði Frikka í Eurovision. Innslagið má sjá hér að neðan.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.