Lífið

Einar Egils vann nýtt myndband fyrir John Legend í miðjum heimsfaraldri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flott tækifæri fyrir leikstjórann og tónlistarmanninn Einar Egilsson. Hann tók meðal annars þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2017 í Kænugarði þegar Svala Björgvinsdóttir flutti lagið Paper.
Flott tækifæri fyrir leikstjórann og tónlistarmanninn Einar Egilsson. Hann tók meðal annars þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2017 í Kænugarði þegar Svala Björgvinsdóttir flutti lagið Paper. vísir/youtube/hanna andrésardóttir

Nýjasta lag John Legend, Bigger Love, kom út á dögunum og var síðan nýtt myndband frumsýnt við lagið í þætti af The Voice þann 12. maí vestanhafs.

Myndbandið var unnið á þessum fordæmalausu tímum í miðjum heimsfaraldri.

Tíu leikstjórar alls staðar að úr heiminum voru valdir til þess að kvikmynda fólk í þeirra eigin umhverfi í yfir tuttugu löndum.

Skilaboð myndbandsins eru að sýna samstöðu og koma áleiðis mikilvægum skilaboðum um hvað ást og umhyggja í garðs hvers annars getur hjálpað mannfólkinu á þessum tímum.

Íslenski leikstjórinn Einar Egils fékk það verkefni að koma myndbandinu saman en það er allt skotið á farsíma og einnig í gegnum snjallsímaforrit.

Hann stýrði upptökum hér á landi í apríl síðastliðnum þegar heimsbyggðin öll sat meira og minna heima í stofu í sjálfskipaðri einangrun.

Hér að neðan má sjá afraksturinn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×