Sport

Sportið í dag: Kári Árnason, Arnór Ingvi, Ómar Ingi og blak

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli stjórna Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli stjórna Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Strákarnir í Sportinu í dag mæta endurnærðir til leiks eftir helgarfrí og bjóða upp á flottan þátt í dag. Hann hefst venju samkvæmt klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Knattspyrnukappinn Kári Árnason mætir í settið og mun eflaust fara yfir marga hluti með strákunum. 

Þeir heyra einnig í öðrum landsliðsmanni, Arnóri Ingva Traustasyni, sem spilar með Malmö í Svíþjóð en þar eru menn farnir að byrja að æfa fótbolta á nýjan leik. 

Handboltakappinn Ómar Ingi Magnússon, sem spilar í Danmörku, verður á línunni. Hann hefur átt erfitt ár þar sem hann var lengi frá vegna höfuðmeiðsla en er kominn aftur. 

Strákarnir heyra einnig í formanni Blaksambandsins en blaktímabilinu er formlega lokið. Þá fá þeir sömuleiðis pistil frá Kára Kristjáni Kristjánssyni úr bílskúrnum í Vestmannaeyjum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×