Bestu íþróttamyndir síðari ára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 09:00 Ein frægasta senan í Rocky er þegar hann hleypur upp tröppurnar fyrir framan listasafnið í Philadelphia. Allstar/MGM/Sportsphoto Þar sem fáir íþróttaviðburðir eru á dagskrá þessa dagana þá er um að gera að nýta tímann í að horfa á sumar af bestu íþróttamyndum allra tíma. Hér að neðan er listi af eftirminnilegustu íþróttamyndum sem undirritaður hefur séð á lífsleiðinni. Engir þættir né heimildamyndir eru á listanum en sjónvarpsefni á borð við Sunderland ´Til I die og Icarus ættu einnig að vera skylduáhorf. Rocky (1976) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Sylvester StalloneÍþrótt: Hnefaleikar Rocky er af mörgum talin ein besta íþróttamynd allra tíma. Myndin skaut Sylvester Stallone upp á stjörnuhimininn en hann skrifaði handritið ásamt því að leika aðalhlutverið. Hlutverk sem hann er enn að leika í myndunum Creed [meira um þær hér að neðan]. Rocky er hin fullkomna Davíð gegn Golíat saga og sýnir að allt sem maður þarf er tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bardagaatriði myndarinnar geta verið kómísk á köflum en myndin er samt sem áður frábær. Alls urðu Rocky myndirnar sex talsins og fyrstu þrjár eru allar þess virði að sjá. Hinar þrjár, eru ágætar ef fólk hefur ekkert betra að gera. Creed (2015) Einkunn á IMDB: 7.6Aðalhlutverk: Michael B. Jordan og Sylvester StalloneÍþrótt: Hnefaleikar Segja má að Creed sé sjálfstætt framhald af Rocky myndunum frekar en hluti af þeim. Hér kynnumst við Adonis Johnson, syni Apollo Creed. Hann á í vandræðum með að fóta sig í lífinu og þar kemur Rocky, vinur föður hans, inn í myndina. Myndin gerist í Philadelphia líkt og Rocky og svipar mjög til fyrstu Rocky myndarinnar. Myndin er einkar vel leikin og bardagaatriði myndarinnar eru einkar vel útfærð. Enda voru sum þeirra ekki leikin og Michael B. Jordan var nánast sleginn í rot við að leika í myndinni, eitthvað sem Stallone sannfærði hann um að gera. Million Dollar Baby (2004) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Hilary Swank, Clint Eastwood og Morgan FreemanÍþrótt: Hnefaleikar Rosaleg mynd um Maggie Fitzgerald (Hilary Swank) og það sem hún leggur á sig til að gera hnefaleika að atvinnu sinni. Blóð, sviti og tár. Myndin hlaut fjögur Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu mynd. Þá fengu bæði Swank og Freeman Óskar fyrir leik sinn. The Fighter (2010) Einkunn á IMDB: 7.8Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Christian Bale og Amy AdamsÍþrótt: Hnefaleikar Enn ein myndin sem snýst um hnefaleika en þessi er sannsöguleg. Hún fjallar um bræðurnar Micky Ward (Mark Wahlberg) og Dicky Eklund (Christian Bale) sem voru báðir mjög efnilegir hnefaleikamenn. Dicky tókst ekki að nýta sitt tækifæri og er nú þjálfari Micky. Hann, líkt og öll fjölskylda þeirra, er í raun að halda Micky frá því að fullnýta hæfileika sína. Ef ekki hefði verið fyrir Charlene Fleming (Amy Adams) hefði Micky eflaust aldrei fengið tækifæri til þess að sýna hvað hann getur. I, Tonya (2017) Einkunn á IMDB: 7.5Aðalhlutverk: Margot Robbie og Sebastian StanÍþrótt: Skautar Sannsöguleg mynd byggð á ævi Tonya Harding sem var vægast sagt engin dans á rósum. Ofbeldisfull móðir, ofbeldisfullur eiginmaður. Rosaleg saga sem oft á tíðum er erfitt að trúa að sé sannsöguleg. Any Given Sunday (1999) Einkunn á IMDB: 6.9Aðalhlutverk: Al Pacino, Cameron Diaz og Jamie FoxxÍþrótt: Bandarískur fótbolti (NFL) Mynd eftir Oliver Stone sem sýnir frá vandræðum Miami Sharks innan vallar sem utan. Liðið er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar þegar aðalleikstjórnandi liðsins sem og vara leikstjórnandinn meiðast í einum og sama leiknum. Jamie Foxx, sem er á þeim tíma þriðji kostur, kemur inn í liðið og spilar stórkostlega. Barátta Christinu Pagniacci (Cameron Diaz), eiganda liðsins, við borgaryfirvöld og Tony D‘Amato (Al Pacino), þjálfara liðsins, spila einnig stóra rullu. Frægust er myndin þó eflaust fyrir stórbrotna ræðu Al Pacino. Það er hægt að bóka að allir sem hlusta fái gæsahúð. The Wrestler (2008) Einkunn á IMDB: 7.9Aðalhlutverk: Mickey RourkeÍþrótt: Fjölbragðaglíma Randy Robinson (Mickey Rourke) hefur haft það betra þar sem ferill hans sem fjölbragðaglímukappi er á enda. Hann er kominn á endastöð og er algjörlega stefnulaus. Micky Rourke leikur hinn andlega og líkamlega þreytta Robinson fullkomlega enda Rourke farið í gegnum að sama á sínum ferli sem leikari. Þá er vert að minnast á lag myndarinnar sem ber sama heiti og myndin eftir Bruce Springsteen, lagið hlaut Golden Globe verðlaun. Warrior (2011) Einkunn á IMDB: 8.2Aðalhlutverk: Tom Hardy, Nick Nolte og Joel EdgertonÍþrótt: Mixed Martial Arts (MMA) Þeir Tommy Conlon (Tom Hardy) og Brendan Conlon (Joel Edgerton) eru bræður sem hafa ekki talað saman í fleiri ár. Faðir þeirra (Nick Nolte) er fyrrum alkahólisti sem endar á því að þjálfa Tommy fyrir keppni þar sem verðlaunaféð er nægilega mikið til að umturna lífi þeirra. Brendan skráir sig í sömu keppni og því líkur á að bræður munu berjast. Á pappír hljómar myndin eins og ágætis klisja en þeir Hardy, Edgerton og Nolte fara einfaldlega á kostum og lokaatriði myndarinnar er líklegt til að græta jafnvel mestu harðhausa. Í raun hin fullkomna „sunnudagsmynd.“ Moneyball (2011) Einkunn á IMDB: 7.6Aðalhlutverk: Brad Pitt og Jonah HillÍþrótt: Hafnabolti Sannsöguleg mynd um Billy Beane (Brad Pitt) framkvæmdastjóra Oakland A´s og tilrauna hans til að koma liðinu í fremstu röð. Það reynist erfitt þar sem liðið hefur ekkert í líkingu við það fjármagn sem helstu keppinautar þess hafa. Þegar Billy hittir Peter Brand (Jonah Hill) þá fær hann nýja sýn á hafnabolta. Sú sýn reyndist í kjöflarið umturna hafnabolta yfir höfuð og hafa nú flest lið í MLB-deildinni í hafnabolta tekið upp sama kerfi og þeir Beane og Brand komu upp hjá Oakland A´s. Happy Gilmore (1996) Einkunn á IMDB: 7.0Aðalhlutverk: Adam SandlerÍþrótt: Golf Adam Sandler, þegar hann var ennþá fyndinn, fer á kostum sem Happy Gilmore. Takmarkaður kylfingur með alltof stórt skap. Þarf að segja eitthvað meira? The Hurricane (1999) Einkunn á IMDB: 7.6Aðalhlutverk: Denzel WashingtonÍþrótt: Hnefaleikar Sannsöguleg mynd um sögu Robin „Hurricane“ Carter, boxara sem var ranglega dæmdur fyrir morð. Sat hann í fangelsi í 20 ár áður en var sleppt eftir að sýnt var fram á að engar sannanir hefðu verið fyrir dómnum. Lagið „Hurricane“ eftir Bob Dylan frá árinu 1975 fjallar einnig um málið. He Got Game (1998) Einkunn á IMDB: 6.9Aðalhlutverk: Denzel Washington og Ray AllenÍþrótt: Körfubolti Aftur er Denzel með stórleik en hann leikur Jake Shuttleworth, ofbeldisfullan faðir sem á erfitt með að sætta sig við hlutskipti sín í lífinu. Sonur hans, Jesus Shuttleworth er leikinn af Ray Allen sem átti einkar farsælan feril í NBA-deildinni frá 1996 til 2014. Jesus er efnilegur körfuboltamaður og er að reyna taka ákvörðun um framtíð sína en faðir hans gerir honum erfitt fyrir. Skammarlegt að myndin fái aðeins 6.9 í einkunn en hún eldist mjög vel og er auðvelt að mætla með henni við alla sem elska góðar körfuboltamyndir. Coach Carter (2005) Einkunn á IMDB: 7.3Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Channing Tatum og fleiriÍþrótt: Körfubolti Ken Carter tekur við skólaliði Richmond og reynir að kenna drengjunum þar hvernig á að haga sér innan vallar sem utan. Myndin er byggð á sannri sögu en Carter var fyrrum nemandi sem og besti leikmaður í sögu skólans. Það er áður en sonur hans mætti á svæðið. Myndin gefur ágætis innsýn inn í líf nemenda í skóla á borð við Richmond en það verður seint hægt að segja að krakkarnir sem fari í þann skóla séu vel stæðir og eigi framtíðina fyrir sér. Rich-what? Richmond! Ford vs Ferrari (2019) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Matt Damon og Christian BaleÍþrótt: Kappakstur Myndin er það ný að undirritaður vill segja sem minnst. Stórkostleg mynd byggð á sannsögulegum atburðum þar sem Christian Bale fer enn á ný á kostum ásamt Matt Damon. Sama hvort fólk hefur áhuga á bílum eða ekki þá er myndin vel leikin og stórskemmtileg. Rush (2013) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Chris Hemsworth Daniel Brühl og Olivia WildeÍþrótt: Formúla 1 Sannsöguleg mynd sem segir frá ótrúlegum sigri James Hunt í Formúlu 1 og hvernig hann fór í kjölfarið alveg af sporinu. Maðurinn sem hann vann var enginn annar en Niki Lauda. Hann varð síðar eini ökuþórinn sem varð meistari með bæði Ferrari og McLaren. Hann er af mörgum talinn besti ökuþór Formúlu 1 allra tíma og eftir að hann hætti að keyra þá fór hann að hanna Formúlu 1 bíla. Léttari íþróttamyndir með kómísku ívafi geta einnig verið stórskemmtilegar. Þá er mælt með þessum hér að neðan. Bend it Like Beckham (2002) Mean Machine (2001) White Men Can´t Jump (1992) Semi-Pro (2008) Dodgeball (2004) Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby (2006) Cool Runnings (1993) The Athletic setti saman lista yfir 100 bestu íþróttamyndir allra tíma á dögunum og hann má finna Hér. Íþróttir Box MMA Körfubolti Hafnabolti Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Þar sem fáir íþróttaviðburðir eru á dagskrá þessa dagana þá er um að gera að nýta tímann í að horfa á sumar af bestu íþróttamyndum allra tíma. Hér að neðan er listi af eftirminnilegustu íþróttamyndum sem undirritaður hefur séð á lífsleiðinni. Engir þættir né heimildamyndir eru á listanum en sjónvarpsefni á borð við Sunderland ´Til I die og Icarus ættu einnig að vera skylduáhorf. Rocky (1976) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Sylvester StalloneÍþrótt: Hnefaleikar Rocky er af mörgum talin ein besta íþróttamynd allra tíma. Myndin skaut Sylvester Stallone upp á stjörnuhimininn en hann skrifaði handritið ásamt því að leika aðalhlutverið. Hlutverk sem hann er enn að leika í myndunum Creed [meira um þær hér að neðan]. Rocky er hin fullkomna Davíð gegn Golíat saga og sýnir að allt sem maður þarf er tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bardagaatriði myndarinnar geta verið kómísk á köflum en myndin er samt sem áður frábær. Alls urðu Rocky myndirnar sex talsins og fyrstu þrjár eru allar þess virði að sjá. Hinar þrjár, eru ágætar ef fólk hefur ekkert betra að gera. Creed (2015) Einkunn á IMDB: 7.6Aðalhlutverk: Michael B. Jordan og Sylvester StalloneÍþrótt: Hnefaleikar Segja má að Creed sé sjálfstætt framhald af Rocky myndunum frekar en hluti af þeim. Hér kynnumst við Adonis Johnson, syni Apollo Creed. Hann á í vandræðum með að fóta sig í lífinu og þar kemur Rocky, vinur föður hans, inn í myndina. Myndin gerist í Philadelphia líkt og Rocky og svipar mjög til fyrstu Rocky myndarinnar. Myndin er einkar vel leikin og bardagaatriði myndarinnar eru einkar vel útfærð. Enda voru sum þeirra ekki leikin og Michael B. Jordan var nánast sleginn í rot við að leika í myndinni, eitthvað sem Stallone sannfærði hann um að gera. Million Dollar Baby (2004) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Hilary Swank, Clint Eastwood og Morgan FreemanÍþrótt: Hnefaleikar Rosaleg mynd um Maggie Fitzgerald (Hilary Swank) og það sem hún leggur á sig til að gera hnefaleika að atvinnu sinni. Blóð, sviti og tár. Myndin hlaut fjögur Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu mynd. Þá fengu bæði Swank og Freeman Óskar fyrir leik sinn. The Fighter (2010) Einkunn á IMDB: 7.8Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Christian Bale og Amy AdamsÍþrótt: Hnefaleikar Enn ein myndin sem snýst um hnefaleika en þessi er sannsöguleg. Hún fjallar um bræðurnar Micky Ward (Mark Wahlberg) og Dicky Eklund (Christian Bale) sem voru báðir mjög efnilegir hnefaleikamenn. Dicky tókst ekki að nýta sitt tækifæri og er nú þjálfari Micky. Hann, líkt og öll fjölskylda þeirra, er í raun að halda Micky frá því að fullnýta hæfileika sína. Ef ekki hefði verið fyrir Charlene Fleming (Amy Adams) hefði Micky eflaust aldrei fengið tækifæri til þess að sýna hvað hann getur. I, Tonya (2017) Einkunn á IMDB: 7.5Aðalhlutverk: Margot Robbie og Sebastian StanÍþrótt: Skautar Sannsöguleg mynd byggð á ævi Tonya Harding sem var vægast sagt engin dans á rósum. Ofbeldisfull móðir, ofbeldisfullur eiginmaður. Rosaleg saga sem oft á tíðum er erfitt að trúa að sé sannsöguleg. Any Given Sunday (1999) Einkunn á IMDB: 6.9Aðalhlutverk: Al Pacino, Cameron Diaz og Jamie FoxxÍþrótt: Bandarískur fótbolti (NFL) Mynd eftir Oliver Stone sem sýnir frá vandræðum Miami Sharks innan vallar sem utan. Liðið er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar þegar aðalleikstjórnandi liðsins sem og vara leikstjórnandinn meiðast í einum og sama leiknum. Jamie Foxx, sem er á þeim tíma þriðji kostur, kemur inn í liðið og spilar stórkostlega. Barátta Christinu Pagniacci (Cameron Diaz), eiganda liðsins, við borgaryfirvöld og Tony D‘Amato (Al Pacino), þjálfara liðsins, spila einnig stóra rullu. Frægust er myndin þó eflaust fyrir stórbrotna ræðu Al Pacino. Það er hægt að bóka að allir sem hlusta fái gæsahúð. The Wrestler (2008) Einkunn á IMDB: 7.9Aðalhlutverk: Mickey RourkeÍþrótt: Fjölbragðaglíma Randy Robinson (Mickey Rourke) hefur haft það betra þar sem ferill hans sem fjölbragðaglímukappi er á enda. Hann er kominn á endastöð og er algjörlega stefnulaus. Micky Rourke leikur hinn andlega og líkamlega þreytta Robinson fullkomlega enda Rourke farið í gegnum að sama á sínum ferli sem leikari. Þá er vert að minnast á lag myndarinnar sem ber sama heiti og myndin eftir Bruce Springsteen, lagið hlaut Golden Globe verðlaun. Warrior (2011) Einkunn á IMDB: 8.2Aðalhlutverk: Tom Hardy, Nick Nolte og Joel EdgertonÍþrótt: Mixed Martial Arts (MMA) Þeir Tommy Conlon (Tom Hardy) og Brendan Conlon (Joel Edgerton) eru bræður sem hafa ekki talað saman í fleiri ár. Faðir þeirra (Nick Nolte) er fyrrum alkahólisti sem endar á því að þjálfa Tommy fyrir keppni þar sem verðlaunaféð er nægilega mikið til að umturna lífi þeirra. Brendan skráir sig í sömu keppni og því líkur á að bræður munu berjast. Á pappír hljómar myndin eins og ágætis klisja en þeir Hardy, Edgerton og Nolte fara einfaldlega á kostum og lokaatriði myndarinnar er líklegt til að græta jafnvel mestu harðhausa. Í raun hin fullkomna „sunnudagsmynd.“ Moneyball (2011) Einkunn á IMDB: 7.6Aðalhlutverk: Brad Pitt og Jonah HillÍþrótt: Hafnabolti Sannsöguleg mynd um Billy Beane (Brad Pitt) framkvæmdastjóra Oakland A´s og tilrauna hans til að koma liðinu í fremstu röð. Það reynist erfitt þar sem liðið hefur ekkert í líkingu við það fjármagn sem helstu keppinautar þess hafa. Þegar Billy hittir Peter Brand (Jonah Hill) þá fær hann nýja sýn á hafnabolta. Sú sýn reyndist í kjöflarið umturna hafnabolta yfir höfuð og hafa nú flest lið í MLB-deildinni í hafnabolta tekið upp sama kerfi og þeir Beane og Brand komu upp hjá Oakland A´s. Happy Gilmore (1996) Einkunn á IMDB: 7.0Aðalhlutverk: Adam SandlerÍþrótt: Golf Adam Sandler, þegar hann var ennþá fyndinn, fer á kostum sem Happy Gilmore. Takmarkaður kylfingur með alltof stórt skap. Þarf að segja eitthvað meira? The Hurricane (1999) Einkunn á IMDB: 7.6Aðalhlutverk: Denzel WashingtonÍþrótt: Hnefaleikar Sannsöguleg mynd um sögu Robin „Hurricane“ Carter, boxara sem var ranglega dæmdur fyrir morð. Sat hann í fangelsi í 20 ár áður en var sleppt eftir að sýnt var fram á að engar sannanir hefðu verið fyrir dómnum. Lagið „Hurricane“ eftir Bob Dylan frá árinu 1975 fjallar einnig um málið. He Got Game (1998) Einkunn á IMDB: 6.9Aðalhlutverk: Denzel Washington og Ray AllenÍþrótt: Körfubolti Aftur er Denzel með stórleik en hann leikur Jake Shuttleworth, ofbeldisfullan faðir sem á erfitt með að sætta sig við hlutskipti sín í lífinu. Sonur hans, Jesus Shuttleworth er leikinn af Ray Allen sem átti einkar farsælan feril í NBA-deildinni frá 1996 til 2014. Jesus er efnilegur körfuboltamaður og er að reyna taka ákvörðun um framtíð sína en faðir hans gerir honum erfitt fyrir. Skammarlegt að myndin fái aðeins 6.9 í einkunn en hún eldist mjög vel og er auðvelt að mætla með henni við alla sem elska góðar körfuboltamyndir. Coach Carter (2005) Einkunn á IMDB: 7.3Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Channing Tatum og fleiriÍþrótt: Körfubolti Ken Carter tekur við skólaliði Richmond og reynir að kenna drengjunum þar hvernig á að haga sér innan vallar sem utan. Myndin er byggð á sannri sögu en Carter var fyrrum nemandi sem og besti leikmaður í sögu skólans. Það er áður en sonur hans mætti á svæðið. Myndin gefur ágætis innsýn inn í líf nemenda í skóla á borð við Richmond en það verður seint hægt að segja að krakkarnir sem fari í þann skóla séu vel stæðir og eigi framtíðina fyrir sér. Rich-what? Richmond! Ford vs Ferrari (2019) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Matt Damon og Christian BaleÍþrótt: Kappakstur Myndin er það ný að undirritaður vill segja sem minnst. Stórkostleg mynd byggð á sannsögulegum atburðum þar sem Christian Bale fer enn á ný á kostum ásamt Matt Damon. Sama hvort fólk hefur áhuga á bílum eða ekki þá er myndin vel leikin og stórskemmtileg. Rush (2013) Einkunn á IMDB: 8.1Aðalhlutverk: Chris Hemsworth Daniel Brühl og Olivia WildeÍþrótt: Formúla 1 Sannsöguleg mynd sem segir frá ótrúlegum sigri James Hunt í Formúlu 1 og hvernig hann fór í kjölfarið alveg af sporinu. Maðurinn sem hann vann var enginn annar en Niki Lauda. Hann varð síðar eini ökuþórinn sem varð meistari með bæði Ferrari og McLaren. Hann er af mörgum talinn besti ökuþór Formúlu 1 allra tíma og eftir að hann hætti að keyra þá fór hann að hanna Formúlu 1 bíla. Léttari íþróttamyndir með kómísku ívafi geta einnig verið stórskemmtilegar. Þá er mælt með þessum hér að neðan. Bend it Like Beckham (2002) Mean Machine (2001) White Men Can´t Jump (1992) Semi-Pro (2008) Dodgeball (2004) Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby (2006) Cool Runnings (1993) The Athletic setti saman lista yfir 100 bestu íþróttamyndir allra tíma á dögunum og hann má finna Hér.
Íþróttir Box MMA Körfubolti Hafnabolti Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira