Sport

Mo Farah stefnir á að verja Ólympíugullið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mo Farah fagnar eftir að hafa landað gulli á ÓL 2016.
Mo Farah fagnar eftir að hafa landað gulli á ÓL 2016. Vísir/Getty

Bresi langhlauparinn Sir Mo Farah stefnir nú á að verja Ólympíugull sitt í 10 þúsund metra hlaupi í Tókýó sumarið 2021. Verður hann 38 ára þegar Ólympíuleikarnir fara fram.

Farah er einn vinsælasti íþróttamaður Bretlands en hann keppti nær allan sinn feril í fimm og 10 þúsund metra hlaupum. Þar vann hann til að mynda gull á Ólympíuleikunum í London 2012 sem og Ríó 2016.

Auk þess á hann sex gull- og silfurverðlaun fyrir sömu greinar á HM.

Eftir HM 2017, sem fram fór í London, þá ákvað Farah að snúa sér að lengri götuhlaupum.

Undir lok síðasta árs snérist honum hins vegar hugur og stefndi hann á leikana sem fram áttu að fara í sumar. Í viðtali við talkSport fyrr í dag sagði Farah frestun leikanna skipta engu máli, hann yrði enn meðal keppanda í Tókýó og nú hefði lengri tíma til undirbúnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×