Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2017 20:00 Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira