Innlent

„Systir mín er að deyja“

Jakob Bjarnar skrifar
Mynd af systkinahópnum.
Mynd af systkinahópnum.

Jón Gunnar Geirdal, athafnamaður með meiru, skrifar pistil sem hann birtir á Vísi þar sem hann fjallar um baráttu systur sinnar við krabbamein.

„Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana,“ skrifar Jón Gunnar í áhrifamikilli grein.

Pistilinn ritar hann af tilefni þess af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Hann segir frá því að Alma Geirdal, systir hans, hafi fyrir tveimur árum greinst með krabbamein. Vísir hefur sagt af hetjulegri baráttu hennar og aðstandenda áður.

„Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið,“ skrifar Jón Gunnar en pistill hans hefur vakið mikla athygli enda þekkja margir hversu illvígt krabbameinið getur reynst.

„En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar.“


Tengdar fréttir

1460 dagar

Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana, segir Jón Gunnar Geirdal í pistli sem hann ritar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×