Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 15:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira