Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 14:10 Kay Shemirani á mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum í London árið 2020. Hún hefur borið út alls kyns lygar og samsæriskenningar um faraldurinn og bóluefnin gegn veirunni. Vísir/EPA Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn. Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn.
Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira