Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 21:25 Anna Kristín Newton ræddi barnagirnd í Reykjavík síðdegis. Bylgjan „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún. Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira